Innlent

Framboðsfrestur til Alþingis rennur út tíunda september

Heimir Már Pétursson skrifar
Stimplar verða ekki í kjörklefum fyrr en listabókstafur allra flokka liggur fyrir.
Stimplar verða ekki í kjörklefum fyrr en listabókstafur allra flokka liggur fyrir. Vísir/Vilhelm

Dómsmálaráðuneytið vekur athygli á því að framboðsfrestur til Alþingis er til klukkan tólf á hádegi hinn 10. september.

Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu segir að fyrir þann tíma liggi ekki fyrir hvaða stjórnmálasamtök bjóði fram lista í komandi kosningum til Alþingis. 

Vegna þessa liggi ekki frammi upplýsingar um framboðslista og listabókstafi, á þeim stöðum þar sem kosning utan kjörfundar fari fram. 

Kjósendur sem greiði atkvæði utan kjörfundar skulu rita listabókstaf þess flokks sem þeir kjósa með eigin hendi. Stimplar með listabókstöfum verði til reiðu þegar fyrir liggi hverjir eru í framboði. 

„Lögum samkvæmt ber dómsmálaráðuneytinu að halda skrá um listabókstafi stjórnmálasamtaka sem buðu fram við síðustu alþingiskosningar og birta hana. Hefur það verið gert í Stjórnartíðindum. Jafnframt ber að birta viðbætur við auglýsinguna þegar nýjum listabókstöfum er úthlutað og er þær viðbætur að finna í auglýsingunni,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×