Lundapysjutímabilið í Vestmannaeyjum á pari við þjóðhátíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. ágúst 2021 20:28 Reiknað er með að pysjurnar verði sjö þúsund og sjö hundruð, sem Vestmannaeyingar bjarga og fá frelsi út á hafi en pysjutímabilið er um sex vikur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er líf og fjör í Vestmannaeyjum þessa dagana því nú er pysjutímabilið í hámarki þar sem bæjarbúa keppast við að finna Lunda pysju unga inn í bænum og fara með þær út að sjó og sleppa þeim þar. Reiknað er með að pysjurnar verði sjö þúsund og sjö hundruð, sem fá frelsi út á hafi. Margir segja að Pysjutímabilið í Vestmannaeyjum, sem stendur yfir í nokkrar vikur sé einn skemmtilegasti tími ársins í bæjarfélaginu, jafnvel skemmtilegri en Þjóðhátíð þegar hún er haldin. Allir bæjarbúar taka meira og minna þátt í leit að pysjunum inn í bænum og svo er alltaf mikil tilhlökkun þegar þeim er sleppt út á haf, ekki síst hjá yngstu kynslóðinni eins og Evu Laufeyju, sem er sjö ár. „Maður heldur undir vængina og kastar henni í sjóinn. Stundum eru þær í garðinum, stundum eru þær úti á götu og stundum einhvers staðar. Þetta er rosalega skemmtilegt,“ segir Eva Laufey, sem er Leifsdóttir. Eva Laufey Leifsdóttir, sjö ára pysjustelpa, sem þykir mjög gaman að leita að pysjum og sleppa þeim síðan út á sjó.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mamma Evu, Gígja Óskarsdóttir hefur umsjón með pysjueftirlitinu í Vestmannaeyjum. Hún vigtar hverja pysu áður en þeim er sleppt og allt er skráð inn á heimasíðuna lundi.is „Við erum hér með þrjár pysjur, sem við vorum að klára að vigta og ætlum að fara að gefa þeim frelsi. Þetta er ótrúlega skemmtilegur tími í Eyjum, maður verður barn aftur, þetta er mikið fjör og mikið stuð að leita að þeim út um allan bæ,“ segir Gígja og bætir við; „Þegar pysjurnar eru klárar þá sjá þær ljósinu í bænum og halda að það sé tunglið að endurspeglast í sjónum og villast aðeins af leið og lenda þá hérna hjá okkur. Þá komum við til sögunnar og björgum þeim.“ En er þetta skemmtilegra en þjóðhátíð? „Þetta er alveg á pari, þetta er ótrúlega gaman“. Og að sjálfsögðu sýndi fréttamaður sín tilþrif og bjargaði í fyrsta skipti á ævinni Lundapysju með því að gefa henni frelsi út á sjó. Allar helstu upplýsingar um pysjurnar er að finna á heimasíðunni lundi.is Gígja Óskarsdóttir er umsjónarmaður pysjueftirlitsins í Vestmannaeyjum í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Fuglar Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Margir segja að Pysjutímabilið í Vestmannaeyjum, sem stendur yfir í nokkrar vikur sé einn skemmtilegasti tími ársins í bæjarfélaginu, jafnvel skemmtilegri en Þjóðhátíð þegar hún er haldin. Allir bæjarbúar taka meira og minna þátt í leit að pysjunum inn í bænum og svo er alltaf mikil tilhlökkun þegar þeim er sleppt út á haf, ekki síst hjá yngstu kynslóðinni eins og Evu Laufeyju, sem er sjö ár. „Maður heldur undir vængina og kastar henni í sjóinn. Stundum eru þær í garðinum, stundum eru þær úti á götu og stundum einhvers staðar. Þetta er rosalega skemmtilegt,“ segir Eva Laufey, sem er Leifsdóttir. Eva Laufey Leifsdóttir, sjö ára pysjustelpa, sem þykir mjög gaman að leita að pysjum og sleppa þeim síðan út á sjó.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mamma Evu, Gígja Óskarsdóttir hefur umsjón með pysjueftirlitinu í Vestmannaeyjum. Hún vigtar hverja pysu áður en þeim er sleppt og allt er skráð inn á heimasíðuna lundi.is „Við erum hér með þrjár pysjur, sem við vorum að klára að vigta og ætlum að fara að gefa þeim frelsi. Þetta er ótrúlega skemmtilegur tími í Eyjum, maður verður barn aftur, þetta er mikið fjör og mikið stuð að leita að þeim út um allan bæ,“ segir Gígja og bætir við; „Þegar pysjurnar eru klárar þá sjá þær ljósinu í bænum og halda að það sé tunglið að endurspeglast í sjónum og villast aðeins af leið og lenda þá hérna hjá okkur. Þá komum við til sögunnar og björgum þeim.“ En er þetta skemmtilegra en þjóðhátíð? „Þetta er alveg á pari, þetta er ótrúlega gaman“. Og að sjálfsögðu sýndi fréttamaður sín tilþrif og bjargaði í fyrsta skipti á ævinni Lundapysju með því að gefa henni frelsi út á sjó. Allar helstu upplýsingar um pysjurnar er að finna á heimasíðunni lundi.is Gígja Óskarsdóttir er umsjónarmaður pysjueftirlitsins í Vestmannaeyjum í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Fuglar Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira