Reykjalundur tekur við sjúklingum frá Landspítala sem þurfa sólarhringsþjónustu Atli Ísleifsson skrifar 18. ágúst 2021 09:32 Samið hefur verið um tímabundna breytingu á aðalsamningi um þverfaglega endurhæfingu á Reykjalundi. Vísir/Egill Samið hefur verið um að deild á Reykjalundi með tólf til fjórtán rúmum verði nýtt til fyrir sjúklinga sem munu flytjast beint frá Landspítala og fyrirsjáanlegt sé að þurfi innlögn í sólarhringsþjónustu í allt að sex vikur. Er samkomulagið gert til að bregðast við þeirri stöðu sem uppi er á Landspítala vegna heimsfaraldursins. Frá þessu segir í tilkynningu frá Reykjalundi. Þar segir að gengið hafi verið frá samkomulagi milli Reykjalundar og Sjúkratrygginga Íslands um tímabundna breytingu á aðalsamningi um þverfaglega endurhæfingu á Reykjalundi. „Breytingarnar eru gerðar vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna Covid heimsfaraldursins og tengjast sólarhringsdeild Reykjalundar, Miðgarði. Miðgarður er deild með 12-14 rúm fyrir einstaklinga sem þurfa hjúkrun allan sólarhringinn samhliða þverfaglegri endurhæfingu. Deildin verður nú nýtt fyrir sjúklinga sem flytjast beint frá Landspítala og fyrirsjáanlegt er að þurfi innlögn í sólarhringsþjónustu í allt að 6 vikur. Ef Landspítali nýtir ekki þessa heimild nýtir Reykjalundur lausu rýmin í samráði við Landspítalann. Samkomulagið tekur strax gildi og gildir til 28. febrúar 2022, þó með starfshléi yfir jól og áramót,“ segir í tilkynningunni. Ætlað að auðvelda útskrift Markmið samningsins er sagt vera að auðvelda útskrift af Landspítala í tengslum við Covid faraldurinn. Sérstök innlagnarnefnd, skipuð aðilum frá Reykjalundi og Landspítala, muni sjá um inntöku sjúklinga á Miðgarð á Reykjalundi í samræmi við verklagsreglur þar um. „Vegna þessa dregur tímabundið eitthvað úr hefðbundnum innlögnum meðferðarteyma Reykjalundar inn á Miðgarð. Það mun þó vonandi hafa lágmarksáhrif þar sem innlagnir undanfarið hafa verið takmarkaðar meðal annars vegna Covid-ástandsins. Að öðru leiti ætti þetta aðeins að valda lágmarkstruflun á annarri hefðbundinni starfsemi Reykjalundar,“ segir í tilkynningunni. Greint hefur verið frá því að viðræður standi nú yfir á milli Landspítala og starfsmannaleiga erlendis vegna vöntunar á sérhæfðum gjörgæsluhjúkrunarfræðingum. Sömuleiðis hafa heilbrigðisstarfsmenn frá Klíníkinni í Ármúla verið sendir á Landspítalann til bregðast við mönnunarvandanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mosfellsbær Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Reykjalundi. Þar segir að gengið hafi verið frá samkomulagi milli Reykjalundar og Sjúkratrygginga Íslands um tímabundna breytingu á aðalsamningi um þverfaglega endurhæfingu á Reykjalundi. „Breytingarnar eru gerðar vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna Covid heimsfaraldursins og tengjast sólarhringsdeild Reykjalundar, Miðgarði. Miðgarður er deild með 12-14 rúm fyrir einstaklinga sem þurfa hjúkrun allan sólarhringinn samhliða þverfaglegri endurhæfingu. Deildin verður nú nýtt fyrir sjúklinga sem flytjast beint frá Landspítala og fyrirsjáanlegt er að þurfi innlögn í sólarhringsþjónustu í allt að 6 vikur. Ef Landspítali nýtir ekki þessa heimild nýtir Reykjalundur lausu rýmin í samráði við Landspítalann. Samkomulagið tekur strax gildi og gildir til 28. febrúar 2022, þó með starfshléi yfir jól og áramót,“ segir í tilkynningunni. Ætlað að auðvelda útskrift Markmið samningsins er sagt vera að auðvelda útskrift af Landspítala í tengslum við Covid faraldurinn. Sérstök innlagnarnefnd, skipuð aðilum frá Reykjalundi og Landspítala, muni sjá um inntöku sjúklinga á Miðgarð á Reykjalundi í samræmi við verklagsreglur þar um. „Vegna þessa dregur tímabundið eitthvað úr hefðbundnum innlögnum meðferðarteyma Reykjalundar inn á Miðgarð. Það mun þó vonandi hafa lágmarksáhrif þar sem innlagnir undanfarið hafa verið takmarkaðar meðal annars vegna Covid-ástandsins. Að öðru leiti ætti þetta aðeins að valda lágmarkstruflun á annarri hefðbundinni starfsemi Reykjalundar,“ segir í tilkynningunni. Greint hefur verið frá því að viðræður standi nú yfir á milli Landspítala og starfsmannaleiga erlendis vegna vöntunar á sérhæfðum gjörgæsluhjúkrunarfræðingum. Sömuleiðis hafa heilbrigðisstarfsmenn frá Klíníkinni í Ármúla verið sendir á Landspítalann til bregðast við mönnunarvandanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mosfellsbær Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði