Erlent

Tæplega tvö þúsund manns hafi látist á Haítí

Heimir Már Pétursson skrifar
Gríðarleg rigning hefur verið á Haítí vegna hitabeltisstormsins Grace.
Gríðarleg rigning hefur verið á Haítí vegna hitabeltisstormsins Grace. AP/Joseph Odelyn

Tala látinna og slasaðra eftir öflugan jarðskjálfta á Haíti á laugardag hækkar stöðugt. Nú er talið að tæplega tvö þúsund manns hafi látist og hefur sú tala hækkað um fimm hundruð á einum degi. Þá er eru tíu þúsund manns slasaðir.

Hitabeltisstormurinn Grace sem skall á suðausturhluta Haíti í fyrrakvöld hefur bætt enn á hörmungarnar og hamlað björgunarstörfum en storminum fylgdu mikil flóð og aurskriður. 

Bruno Maes fulltrúi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í landinu segir mikinn fjölda fólks nú draga fram lífið með fæturna á kafi í vatni. Um hálf milljón barna hafi lítinn eða engan aðgang að húsaskjóli, mat eða fersku vatni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.