Fækkun legurýma skýrist af betri tækni og þjónustu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. ágúst 2021 21:24 Svandís Svavarsdóttir rekur ástæður fyrir fækkun legurýma síðustu ár. vísir/Vilhelm Gunnarsson Heilbrigðisráðherra telur að fækkun legurýma á sjúkrahúsum landsins eigi sér eðlilegar skýringar. Aukin tækni í læknisþjónustu og betri göngudeildarþjónusta hafi orðið til þess að minni þörf sé á legurýmum, líkt og víða í heiminum og í nágrannalöndum okkar. Svandís Svavarsdóttir gerir þetta að umfjöllunarefni sínum í pistli sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag og má af orðum ráðherrans lesa að pistillinn hafi verið skrifaður sem viðbrögð við umræðu sem hún vísar til, sem hún segir hafa verið háværa. Nýlega sendi fagráð Landspítala áskorun til stjórnvalda þar sem kallað var eftir betri mönnun á spítalanum. „Það hefur verið áskorun árum saman að manna spítalann í samræmi við mannaflaþörf, skortur á menntuðu fagfólki hefur orðið til þess að fækka hefur þurft legurýmum,“ stóð í áskoruninni. Þá gagnrýndi Alþýðusamband Íslands það nýlega að hjúkrunar- og endurhæfingarrýmum hefði fækkað verulega á árunum 2007 til 2019 miðað við íbúafjölda. Samfylkingafólkið Helga Vala Helgadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson, sem sitja í efstu tveimur sætum á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, hafa einnig gagnrýnt þessa þróun á síðustu dögum: „Aukin tækni í læknisþjónustu krefst minni inngripa og dregur úr þörf fyrir legurými á spítölum, auk þess sem aukin áhersla er nú lögð á göngu- og dagdeildarþjónustu innan spítala,“ skrifar Svandís í dag. „Sem dæmi má nefna að hlutfall aðgerða sem gerðar eru á dagdeildum Landspítala, og krefjast ekki innlagnar, hefur hækkað mikið á síðustu árum, eða úr um 12% allra aðgerða á LSH árið 2006 í rúm 66% árið 2020.“ Hún nefnir opnun göngudeildarhúss Landspítala, Eiríksstaða, sem dæmi um aukningu í göngudeildarþjónustu. Þar sé gert ráð fyrir 60 þúsund komum á ári. Þá segir hún heilsugæsluna einnig hafa verið styrkta og komur þangað aukist milli áranna 2017 og 2019, en fækkað aftur vegna kórónuveirunnar á síðasta ári. Hjúkrunarrýmum hafi fjölgað „Það er ekki rétt sem haldið hefur verið fram að hjúkrunarrýmum hafi fækkað undanfarin ár. Þvert á móti hefur þeim fjölgað um samtals 140, og þar vega þyngst opnun hjúkrunarheimila við Sléttuveg í Reykjavík og Seltjörn á Seltjarnarnesi,“ segir hún síðan í pistli sínum. Til hvers ráðherrann vísar þar er óljóst en eins og fyrr segir var meginútgangspunktur gagnrýni bæði ASÍ og Samfylkingarmannanna að fækkun rýmanna væri hlutfallsleg miðað við íbúafjölda. „Gert er ráð fyrir því að í lok árs ljúki framkvæmdum við 60 rýma heimili í Árborg. Heimahjúkrun hefur einnig verið aukin umtalsvert, til dæmis með nýjum samningi um stóraukna heimahjúkrun í Reykjavík þar sem velferðartækni verður nýtt í auknum mæli, vitjunum fjölgað, sérhæfing aukin og þverfagleg heilbrigðisþjónusta verður veitt í meira mæli til fólks í heimahúsum,“ skrifar Svandís. „Dagdvalarrýmum hefur fjölgað samtals um 106 rými á milli áranna 2018-2021, úr 750 í 856, og í nýrri aðgerðaáætlun um framkvæmd heilbrigðisstefnu til næstu fimm ára er sett markmið um að fjölga dagdvalarrýmum um rúmlega 90 á tímabilinu.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir gerir þetta að umfjöllunarefni sínum í pistli sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag og má af orðum ráðherrans lesa að pistillinn hafi verið skrifaður sem viðbrögð við umræðu sem hún vísar til, sem hún segir hafa verið háværa. Nýlega sendi fagráð Landspítala áskorun til stjórnvalda þar sem kallað var eftir betri mönnun á spítalanum. „Það hefur verið áskorun árum saman að manna spítalann í samræmi við mannaflaþörf, skortur á menntuðu fagfólki hefur orðið til þess að fækka hefur þurft legurýmum,“ stóð í áskoruninni. Þá gagnrýndi Alþýðusamband Íslands það nýlega að hjúkrunar- og endurhæfingarrýmum hefði fækkað verulega á árunum 2007 til 2019 miðað við íbúafjölda. Samfylkingafólkið Helga Vala Helgadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson, sem sitja í efstu tveimur sætum á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, hafa einnig gagnrýnt þessa þróun á síðustu dögum: „Aukin tækni í læknisþjónustu krefst minni inngripa og dregur úr þörf fyrir legurými á spítölum, auk þess sem aukin áhersla er nú lögð á göngu- og dagdeildarþjónustu innan spítala,“ skrifar Svandís í dag. „Sem dæmi má nefna að hlutfall aðgerða sem gerðar eru á dagdeildum Landspítala, og krefjast ekki innlagnar, hefur hækkað mikið á síðustu árum, eða úr um 12% allra aðgerða á LSH árið 2006 í rúm 66% árið 2020.“ Hún nefnir opnun göngudeildarhúss Landspítala, Eiríksstaða, sem dæmi um aukningu í göngudeildarþjónustu. Þar sé gert ráð fyrir 60 þúsund komum á ári. Þá segir hún heilsugæsluna einnig hafa verið styrkta og komur þangað aukist milli áranna 2017 og 2019, en fækkað aftur vegna kórónuveirunnar á síðasta ári. Hjúkrunarrýmum hafi fjölgað „Það er ekki rétt sem haldið hefur verið fram að hjúkrunarrýmum hafi fækkað undanfarin ár. Þvert á móti hefur þeim fjölgað um samtals 140, og þar vega þyngst opnun hjúkrunarheimila við Sléttuveg í Reykjavík og Seltjörn á Seltjarnarnesi,“ segir hún síðan í pistli sínum. Til hvers ráðherrann vísar þar er óljóst en eins og fyrr segir var meginútgangspunktur gagnrýni bæði ASÍ og Samfylkingarmannanna að fækkun rýmanna væri hlutfallsleg miðað við íbúafjölda. „Gert er ráð fyrir því að í lok árs ljúki framkvæmdum við 60 rýma heimili í Árborg. Heimahjúkrun hefur einnig verið aukin umtalsvert, til dæmis með nýjum samningi um stóraukna heimahjúkrun í Reykjavík þar sem velferðartækni verður nýtt í auknum mæli, vitjunum fjölgað, sérhæfing aukin og þverfagleg heilbrigðisþjónusta verður veitt í meira mæli til fólks í heimahúsum,“ skrifar Svandís. „Dagdvalarrýmum hefur fjölgað samtals um 106 rými á milli áranna 2018-2021, úr 750 í 856, og í nýrri aðgerðaáætlun um framkvæmd heilbrigðisstefnu til næstu fimm ára er sett markmið um að fjölga dagdvalarrýmum um rúmlega 90 á tímabilinu.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira