Lífið

Lil Curly blæs á kjaftasögurnar: Er ekki að deita Birgittu Líf

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Arnar Gauti Arnarsson og Birgitta Líf Björnsdóttir.
Arnar Gauti Arnarsson og Birgitta Líf Björnsdóttir. Samsett

Samfélagsmiðlastjarnan og plötusnúðurinn Arnar Gauti Arnarson, betur þekktur sem Lil Curly, er gestur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu BLÖkastið sem kemur út síðar í dag. Hann er með yfir 780 þúsund fylgjendur á TikTok.

„Þetta er bara geggjað gaman,“ segir Arnar Gauti um plötusnúðastarfið. 

Í viðtalinu er Arnar Gauti meðal annars spurður út í þær sögusagnir að hann sé kominn með kærustu. Stutt hljóðbrot úr þættinum má heyra í spilaranum hér fyrir neðan en áskrifendur geta hlustað á þáttinn í heild sinni klukkan 16 í dag.

„Umm nei,“ svarar Arnar Gauti þegar Auðunn spyr hvort hann sé á föstu.

Sú flökkusaga hefur gengið um síðustu misseri að Arnar Gauti sé byrjaður með Birgittu Líf Björnsdóttur, eiganda Bankastræti club og markaðsstjóra World Class. 

„Birgitta er geggjuð, hún er meistari,“ segir Arnar Gauti og segir að þau séu ekki par. Hann svarar þó ekki hvort þau séu eitthvað að hittast. Bæði eru vinsæl á samfélagsmiðlum og hefur Arnar Gauti spilað sem plötusnúður á stað Birgittu eftir að hann opnaði í síðasta mánuði. 

Klippa: Lil Curly ræðir kjaftasöguna um Birgittu Líf

Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Þar fá aðdáendur útvarpsþáttarins fjóra auka þætti í mánuði í formi hlaðvarps, ásamt skemmtilegu aukaefni. Þættirnir koma út alla þriðjudaga og strákarnir verða einnig af og til í mynd og stundum í beinni útsendingu frá hinum og þessum stöðum.

Hver veit nema þeir geti loksins upplifað draum sinn og verið í beinni útsendingu frá Harrah´s hótelinu í Atlantic City. Maður má nú láta sig dreyma.

„Áskriftin kostar jafn mikið og einn bjór, eða einn bragðarefur, eða nokkur rakvélblöð. Svo það er engin afsökun að hlusta ekki,“ segja þeir um Blökastið.

Nánari upplýsingar má finna á síðu Blökastsins hér á Vísi


Tengdar fréttir

Lífeyrissjóðir taki of mikið af tekjum ungs fólks

Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri var í viðtali í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Blökastið og gaf góð ráð í fjármálahorni þáttarins. Í viðtalinu barst talið meðal annars að fjárhættuspilum og Auðunn spurði seðlabankastjórann einfaldlega: „Ertu gamblari?“

FM957 kynnir hlaðvarpið Blökastið

Strákarnir í FM95Blö gefa út fjóra hlaðvarpsþætti í mánuði til viðbótar við föstudagsþáttinn vinsæla. Fyrsti þátturinn er kominn út og lofa strákarnir góðri skemmtun.

Arnar Gauti ósáttur við Mannlíf og segir þetta leikið myndband

TikTok stjarnan Arnar Gauti, betur þekktur sem Lil Curly á samfélagsmiðlinum, er ósáttur umfjöllun Mannlífs um myndbandið hans. Þar er TikTok myndband hans frá B5 sagt „gróft og fyrirsögn fréttarinnar er Kvenhatur á B5 – Milljónir hafa séð gróft myndband Arnars Gauts: „Svona nálgast þú tíkur.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.