„Þetta er bara geggjað gaman,“ segir Arnar Gauti um plötusnúðastarfið.
Í viðtalinu er Arnar Gauti meðal annars spurður út í þær sögusagnir að hann sé kominn með kærustu. Stutt hljóðbrot úr þættinum má heyra í spilaranum hér fyrir neðan en áskrifendur geta hlustað á þáttinn í heild sinni klukkan 16 í dag.
„Umm nei,“ svarar Arnar Gauti þegar Auðunn spyr hvort hann sé á föstu.
Sú flökkusaga hefur gengið um síðustu misseri að Arnar Gauti sé byrjaður með Birgittu Líf Björnsdóttur, eiganda Bankastræti club og markaðsstjóra World Class.
„Birgitta er geggjuð, hún er meistari,“ segir Arnar Gauti og segir að þau séu ekki par. Hann svarar þó ekki hvort þau séu eitthvað að hittast. Bæði eru vinsæl á samfélagsmiðlum og hefur Arnar Gauti spilað sem plötusnúður á stað Birgittu eftir að hann opnaði í síðasta mánuði.

Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is.