Mönnun stóra vandamál Landspítalans Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2021 09:11 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Stóra vandamál Landspítalans er mönnun, að mati Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún segir þörf á að bæta kjör og auka framboð á menntun heilbrigðisstarfsfólks. Mikið hefur verið rætt um gríðarlegt álag á starfsfólki Landspítalans og heilbrigðiskerfisins í þessari síðustu bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Katrín sagði að faraldurinn hefði skapað ómanneskjulegt álag á heilbrigðiskerfið undanfarna mánuði í viðtali á Bylgjunni í morgun. Sagði hún óumdeilanlegt að ríkisstjórn sín hefði markvisst aukið framlög til heilbrigðiskerfisins á kjörtímabilinu, bæði til Landspítalans og heilsugæslunnar. Þá sé nú verið að byggja nýjan spítala. Mönnun sagði Katrín þó stærsta vanda spítalans en að það væri ekki séríslenskt vandamál. Öll Norðurlöndin glímdu við sama vanda. Til að ráða bót á því þurfi að bæta kjör heilbrigðisstarfsfólks. „Við höfum verið að gera það, bæði í gegnum launaþróun og styttingu vinnuviku, bæta starfsaðstæður því maður ímyndar sér að það sé auðvitað stórmál,“ sagði Katrín. Þá sagði hún að auka þyrfti framboð á menntun, til dæmis fyrir starfsfólk sem er sérhæft í gjörgæslu. Opinbera kerfið mætt afgangi árum saman Forsætisráðherra var spurður út í afstöðu sína til ólíkra rekstrarforma innan heilbrigðiskerfisins. Blanda af opinberum rekstri og einkarekstri sagðist hún telja ágætisfyrirkomulag. Katrín benti þó á að opinberi hlutinn hefði verið látinn mæta afgangi árum saman. Því hafi ríkisstjórn hennar lagt áherslu á að byggja upp heilsugæsluna og Landspítalann. „Þetta er auðvitað undirstaðan í heilbrigðiskerfinu. Þar með er ekki verið að segja að ríkið eigi að reka allt kerfið. Þetta eru undirstöðustofnanirnar, þær þurfa að virka,“ sagði Katrín sem lofaði Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, fyrir að reka skynsamlega stefnu í þessum efnum. Ef allir hugsa að aðrir þurfi að leysa málin þá gerist ekki neitt Ný og svört skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kvað fastar að orði um tengsl hnattrænnar hlýnunar af völdum manna við hamfaraatburði kom út í síðustu viku. Þá gæti metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan 1,5°C brostið strax á næsta áratug, jafnvel þótt dregið yrði hratt úr losun. Katrín var spurð út í hvað Ísland eigi að gera í vandanum í ljósi frétta af því að Kínverjar, stærstu losendur heims á gróðurhúsalofttegundum, hyggi á mikla uppbyggingu kolaorkuvera á næstu árum. „Auðvitað leysum við ekki málin fyrir Kína sem mér finnst nú reyndar að sumir stjórnmálamenn á Íslandi tali fyrir,“ sagði Katrín og virtist vísa til orða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Ísland geti ekki leyst það að Kínverjar nái því markmiði sem þeir þurfi að ná sem þjóð, sagði forsætisráðherra. „En við getum hins vegar náð okkar markmiðum. Við erum að gera mjög margt og höfum aldrei verið að gera meira til þess að ná árangri gegn loftslagsvánni,“ sagði Katrín. Það sem skýrsla IPCC sýndi væri að Íslendingar og þjóðir heims þyrftu að gera betur, bæði í markmiðum og aðgerðum. „Við eigum bara að halda ótrauð áfram og standa okkur. Ef allir hugsa bara að það er einhver annar sem þarf að gera þetta þá gerist ekki neitt,“ sagði Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Landspítalinn Loftslagsmál Bítið Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um gríðarlegt álag á starfsfólki Landspítalans og heilbrigðiskerfisins í þessari síðustu bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Katrín sagði að faraldurinn hefði skapað ómanneskjulegt álag á heilbrigðiskerfið undanfarna mánuði í viðtali á Bylgjunni í morgun. Sagði hún óumdeilanlegt að ríkisstjórn sín hefði markvisst aukið framlög til heilbrigðiskerfisins á kjörtímabilinu, bæði til Landspítalans og heilsugæslunnar. Þá sé nú verið að byggja nýjan spítala. Mönnun sagði Katrín þó stærsta vanda spítalans en að það væri ekki séríslenskt vandamál. Öll Norðurlöndin glímdu við sama vanda. Til að ráða bót á því þurfi að bæta kjör heilbrigðisstarfsfólks. „Við höfum verið að gera það, bæði í gegnum launaþróun og styttingu vinnuviku, bæta starfsaðstæður því maður ímyndar sér að það sé auðvitað stórmál,“ sagði Katrín. Þá sagði hún að auka þyrfti framboð á menntun, til dæmis fyrir starfsfólk sem er sérhæft í gjörgæslu. Opinbera kerfið mætt afgangi árum saman Forsætisráðherra var spurður út í afstöðu sína til ólíkra rekstrarforma innan heilbrigðiskerfisins. Blanda af opinberum rekstri og einkarekstri sagðist hún telja ágætisfyrirkomulag. Katrín benti þó á að opinberi hlutinn hefði verið látinn mæta afgangi árum saman. Því hafi ríkisstjórn hennar lagt áherslu á að byggja upp heilsugæsluna og Landspítalann. „Þetta er auðvitað undirstaðan í heilbrigðiskerfinu. Þar með er ekki verið að segja að ríkið eigi að reka allt kerfið. Þetta eru undirstöðustofnanirnar, þær þurfa að virka,“ sagði Katrín sem lofaði Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, fyrir að reka skynsamlega stefnu í þessum efnum. Ef allir hugsa að aðrir þurfi að leysa málin þá gerist ekki neitt Ný og svört skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kvað fastar að orði um tengsl hnattrænnar hlýnunar af völdum manna við hamfaraatburði kom út í síðustu viku. Þá gæti metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan 1,5°C brostið strax á næsta áratug, jafnvel þótt dregið yrði hratt úr losun. Katrín var spurð út í hvað Ísland eigi að gera í vandanum í ljósi frétta af því að Kínverjar, stærstu losendur heims á gróðurhúsalofttegundum, hyggi á mikla uppbyggingu kolaorkuvera á næstu árum. „Auðvitað leysum við ekki málin fyrir Kína sem mér finnst nú reyndar að sumir stjórnmálamenn á Íslandi tali fyrir,“ sagði Katrín og virtist vísa til orða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Ísland geti ekki leyst það að Kínverjar nái því markmiði sem þeir þurfi að ná sem þjóð, sagði forsætisráðherra. „En við getum hins vegar náð okkar markmiðum. Við erum að gera mjög margt og höfum aldrei verið að gera meira til þess að ná árangri gegn loftslagsvánni,“ sagði Katrín. Það sem skýrsla IPCC sýndi væri að Íslendingar og þjóðir heims þyrftu að gera betur, bæði í markmiðum og aðgerðum. „Við eigum bara að halda ótrauð áfram og standa okkur. Ef allir hugsa bara að það er einhver annar sem þarf að gera þetta þá gerist ekki neitt,“ sagði Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Landspítalinn Loftslagsmál Bítið Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira