Fótbolti

Grátlegt tap í fyrsta leik hjá Kristian og félögum

Valur Páll Eiríksson skrifar
Kristian og félagar þurftu að þola grátlegt tap í kvöld.
Kristian og félagar þurftu að þola grátlegt tap í kvöld. Angelo Blankespoor/Soccrates/Getty Images

Kristian Hlynsson spilaði allan leikinn fyrir varalið Ajax sem tapaði 2-1 fyrir Dordrecht í fyrstu umferð hollensku B-deildarinnar í fótbolta í kvöld.

Ajax-liðið var að leika sinn fyrsta deildarleik undir stjórn John Heitinga, fyrrum leikmanns Ajax og Everton og landsliðsmanns Hollands, en hann tók við liðinu í sumar.

Dordrecht kom í heimsókn og voru það heimamenn í Ajax sem byrjuðu betur. Liðið leiddi 1-0 í hálfleik eftir mark Max De Waal eftir rúmlega hálftíma leik.

1-0 stóð allt fram á 85. mínútu þegar Nikolas Agrafiotis jafnaði fyrir Dordrecht og fimm mínútum síðar, á lokamínútu leiksins skoraði Agrafiotis sitt annað mark til að tryggja Dordrecht magnaðan 2-1 endurkomusigur.

Kristian spilaði allan leikinn á miðju Ajax sem byrjar nýtt tímabil á tapi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×