Börn í borginni mæta í bólusetningu eftir viku Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. ágúst 2021 13:10 Frá úrdrætti í bólusetningu hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í vor fyrir sextán ára og eldri. Nú er komið að 12-15 ára börnum. Vísir/Vilhelm Bólusettir farþegar sem búa hér á landi eða hafa tengsl við Ísland þurfa frá og með deginum í dag að fara í sýnatöku innan tveggja sólarhringa frá komu til landsins. Þá hófust bólusetningar að nýju í Laugardalshöll í morgun þar sem örvunarsprautur eru í boði. Börn á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 12-15 ára mæta í Laugardalshöll á mánudag og þriðjudag í næstu viku. Reglugerð sem sett var í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar fyrir tíu dögum tók gildi nú á miðnætti en hún kveður á um að allir bólusettir farþegar eða farþegar með vottorð um fyrri sýkingu þurfi að fara í sýnatöku innan fjörutíu og átta klukkustunda frá því að þeir koma til landsins. Um er að ræða íslenska ríkisborgara, einstaklinga búsetta á Íslandi, einstaklinga með atvinnuleyfi á Íslandi og umsækjendur um atvinnuleyfi eða alþjóðlega vernd á Íslandi. Þeir munu hins vegar ekki þurfa að sæta sóttkví þar til niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir. Sýnatakan verður gjaldfrjáls og getur fólk valið um hraðpróf eða PCR-próf. Börn fædd 2005 og síðar eru undanskilin reglunum. Á von á stórum degi í dag Þá hófust endurbólusetningar í Laugardalshöll í morgun hjá þeim sem fengu fyrri skammt af Pfizer í júlí og örvunarskammtar með Moderna verða gefnir þeim sem fengu bóluefni Janssen fyrir að minnsta kosti fjórum vikum. „Við eigum alveg von á átta til tíu þúsund manns, ef allir mæta. Þannig að þetta gæti verið stór dagur,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þeir sem eru með mótefni eftir Covid-19 sýkingu og hafa fengið Janssen, þurfa ekki örvunarskammt. Bólusett verður út vikuna. „Við verðum hér alla dagana í vikunni og síðan er það næsta vika. Þá tökum við börnin, mánudag og þriðjudag í næstu viku, og svo erum við bara að teikna þetta upp næstu vikur, hvernig skipulagið verður.“ Að neðan má sjá skipulagið í Laugardalshöll. Skipulagið í öðrum landshlutum má sjá hér. Svona verður skipulagið á höfuðborgarsvæðinu fyrir bólusetningu barna í næstu viku, mánudag og þriðjudag.Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu Þá geta þeir sem ekki hafa fengið bólusetningu mætt í dag. „Óbólusettir geta komið á Suðurlandsbrautina, þar erum við með opið fyrir óbólusetta. Og eins þá sem eiga eftir að fá seinni bólusetningu af einhverjum ákveðnum efnum að þá er það í boði á Suðurlandsbraut frá klukkan tíu til þrjú í dag líka,“ segir Ragnheiður Ósk. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Reglugerð sem sett var í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar fyrir tíu dögum tók gildi nú á miðnætti en hún kveður á um að allir bólusettir farþegar eða farþegar með vottorð um fyrri sýkingu þurfi að fara í sýnatöku innan fjörutíu og átta klukkustunda frá því að þeir koma til landsins. Um er að ræða íslenska ríkisborgara, einstaklinga búsetta á Íslandi, einstaklinga með atvinnuleyfi á Íslandi og umsækjendur um atvinnuleyfi eða alþjóðlega vernd á Íslandi. Þeir munu hins vegar ekki þurfa að sæta sóttkví þar til niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir. Sýnatakan verður gjaldfrjáls og getur fólk valið um hraðpróf eða PCR-próf. Börn fædd 2005 og síðar eru undanskilin reglunum. Á von á stórum degi í dag Þá hófust endurbólusetningar í Laugardalshöll í morgun hjá þeim sem fengu fyrri skammt af Pfizer í júlí og örvunarskammtar með Moderna verða gefnir þeim sem fengu bóluefni Janssen fyrir að minnsta kosti fjórum vikum. „Við eigum alveg von á átta til tíu þúsund manns, ef allir mæta. Þannig að þetta gæti verið stór dagur,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þeir sem eru með mótefni eftir Covid-19 sýkingu og hafa fengið Janssen, þurfa ekki örvunarskammt. Bólusett verður út vikuna. „Við verðum hér alla dagana í vikunni og síðan er það næsta vika. Þá tökum við börnin, mánudag og þriðjudag í næstu viku, og svo erum við bara að teikna þetta upp næstu vikur, hvernig skipulagið verður.“ Að neðan má sjá skipulagið í Laugardalshöll. Skipulagið í öðrum landshlutum má sjá hér. Svona verður skipulagið á höfuðborgarsvæðinu fyrir bólusetningu barna í næstu viku, mánudag og þriðjudag.Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu Þá geta þeir sem ekki hafa fengið bólusetningu mætt í dag. „Óbólusettir geta komið á Suðurlandsbrautina, þar erum við með opið fyrir óbólusetta. Og eins þá sem eiga eftir að fá seinni bólusetningu af einhverjum ákveðnum efnum að þá er það í boði á Suðurlandsbraut frá klukkan tíu til þrjú í dag líka,“ segir Ragnheiður Ósk.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira