Erlent

Trudeau boðar til kosninga á undan áætlun

Kjartan Kjartansson skrifar
Trudeau forsætisráðherra gekk á fund Mary Simon, yfirlandsstjóra og fulltrúa Bretadrottningar í Kanada, og bað hana um að leysa upp þingið fyrir kosningar í næsta mánuði.
Trudeau forsætisráðherra gekk á fund Mary Simon, yfirlandsstjóra og fulltrúa Bretadrottningar í Kanada, og bað hana um að leysa upp þingið fyrir kosningar í næsta mánuði. Vísir/EPA

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, boðaði til þingkosninga þegar tvö ár eru enn eftir af kjörtímabilinu í gær. Réttlætti hann ákvörðun sína með því að þjóðin þyrfti að fá að segja hug sinn um hvernig ætti að ljúka baráttunni gegn kórónuveirufaraldurinn.

Kosið verður 20. september. Skoðanakannanir benda til þess að Frjálslyndi flokkur Trudeau, sem nú stýrir minnihlutastjórn, gæti náð að mynda meirihlutastjórn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Stjórnarandstaðan sakar Trudeau um að boða til fimm vikna langrar kosningabaráttu í miðri nýjustu bylgju faraldursins til að tryggja sína eigin pólitísku hagsmuni.

Kosningarnar eru taldar munu snúast um hvernig ríkisstjórn Trudeau hefur tekist á við faraldurinn til þessa og um hvernig Kanada ætlar að byggja upp þegar honum lýkur. Efnahagsmál og lofslagsbreytingar eru einnig taldar verða ofarlega á baugi, ekki síst eftir mannskæðu hitabylgjuna sem gekk yfir Bresku Kólumbíu í júní.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×