Erlent

Segjast ætla að auka lífsgæði afgönsku þjóðarinnar

Heimir Már Pétursson skrifar
Sigurreifir forsvarsmenn Talibana boðuðu til blaðamannafundar í gær, eftir að hafa náð Kabúl á sitt vald.
Sigurreifir forsvarsmenn Talibana boðuðu til blaðamannafundar í gær, eftir að hafa náð Kabúl á sitt vald. epa

Mullah Baradar Akhund, annar helsti leiðtogi Talibana í Afganistan, sagði í myndbandsávarpi til afgönsku þjóðarinnar í gær að nú væri kominn tími til að sjá fyrir þjóðinni og færa líf hennar til betri vegar.

Sólarhringur er liðinn frá því Talibanar náðu Kabúl, höfuðborg landsins, á sitt vald án teljandi átaka. 

Akund sagði Talibana ætla að þjóna þjóðinni og færa henni ró og gera allt sem hægt væri til færa líf hennar til betri vegar. Það hefði komið á óvart hversu langt Talibanar hefðu náð og þeir hefðu aldrei búist við því. 

Ringulreið er á Kabúl flugvelli þar sem mikill fjöldi Afgana reynir að komast um borð í flugvélar Bandaríkjahers sem flytur fólk frá landinu. Hermenn skutu viðvörununarskotum upp í loftið í gærkvöldi til að stoppa fólk frá því að troðast um borð í flugvélar. 

Allir sendiráðstarfsmenn Bandaríkjanna eru nú á flugvellinum, þar sem bandarískir hermenn fara enn með yfirráð.

Bretar og Bandaríkjamenn hafa sent herlið til Kabúl til að flytja burtu ríkisborgara og Afganska aðstoðarmenn sendiráðanna.epa/Varnarmálaráðuneyti Bretlands


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×