Innlent

Nýlegs örvunarskammts ekki lengur getið í vottorðum

Snorri Másson skrifar
Fjöldi fólks þiggur um þessar mundir örvunarskammt af bóluefni við Covid-19.
Fjöldi fólks þiggur um þessar mundir örvunarskammt af bóluefni við Covid-19.

Íslendingar á leið til útlanda geta nú fengið hefðbundið bólusetningarvottorð í Heilsuveru án þess að nýlegur örvunarskammtur raski vottorðinu.

Vandinn var sá að vegna nýfengins örvunarskammts mat kerfið það þannig að áhrif bólusetningarinnar ættu eftir að koma fram, þannig að vottorðin urðu óvirk um tveggja vikna skeið, þrátt fyrir að einstaklingurinn hafi verið fullbólusettur um langt skeið.

Lausnin er að nýlegs örvunarskammts er ekki lengur getið í bólusetningarvottorðum fólks, heldur bíða slíkar viðbætur betri tíma.

Sums staðar erlendis er það þó svo að sýna þarf fram á bæði grunnskammt og örvunarskammt, að því er segir á vef Landlæknis. Þá þarf heilsugæsla að gera hefðbundið bólusetningaskírteini, annaðhvort það sem sóttvarnalæknir gefur út og er notað í almennum bólusetningum hér á landi, eða gula bók frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Mælt er með að skrá upplýsingar um við hverju er bólusett, tegund bóluefnis, lotunúmer og dagsetningu til að auðvelda fólki að fá skammta skráða erlendis.


Tengdar fréttir

Hætta að skoða öll bólusetningavottorð

Bólusetningavottorð verða skoðuð með tilviljanakenndum hætti, í þeim tilgangi að leysa úr þeim flöskuhálsi sem hefur myndast og skapað mannmergð á Keflavíkurflugvelli undanfarnar vikur, segir ferðamálaráðherra. Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvelli er nú um þriðjungur af því sem hann var fyrir tveimur árum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×