Segir KSÍ hafa vitað af brotum leikmanna landsliðsins Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 19:51 Hanna segist hafa vitneskju um það að KSÍ hafi vitað af brotum leikmanna íslenska karlalandsliðsins. Samsett Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir KSÍ hafa vitað af nauðgun, heimilisofbeldi og fleiri brotum leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hún segist hafa fengið miklar þakkir fyrir þá umræðu sem hún opnaði fyrr í dag. „Mér fannst þetta bara rangt og mér var misboðið. Ég hugsaði ókei ef enginn annar gerir þetta, þá geri ég þetta,“ segir Hanna í þættinum Reykjavík síðdegis. Hanna Björg hefur verið áberandi í fjölmiðlum í dag vegna pistils sem hún birti á Vísi í morgun. Þar sakaði hún Knattspyrnusamband Íslands um þöggun, gerendameðvirkni og kvenfyrirlitningu. „Ég var auðvitað ekki viðstödd nauðgunina. En þetta er náttúrlega þannig að annað hvort trúum við þolendum eða erum gerendameðvirk. Það er í rauninni bara þannig og auðvitað er umræddur þolandi ekki að skrökva,“ segir Hanna og á þar við frásögn ungrar konu sem segist hafa orðið fyrir nauðgun af tveimur þekktum mönnum sem sagðir eru vera landsliðsmenn. „Ég las þessa frásögn [...] og er búin að lesa fullt af frásögnum frá þolendum og auðvitað trúi ég þeim öllum og ég hugsaði bara „Nei þetta gengur ekki!“. Það gengur ekki að við blásum sólskini á gerendur í tíma og ótíma og þolendur sitji uppi með það að þurfa fylgjast með gerendum sínum vera dýrkaðir og dáðir í samfélaginu ofan í ofbeldið.“ Hanna segist óviss um hvernig KSÍ eigi að bregðast við en segir þörf á því að grípa í taumana. „Það er bara eitthvað skrítið í gangi þarna í KSÍ eins og ég segi í greininni. Þetta loðir við fótboltann þessi kvenfyrirlitning. Þeir eru með fínar jafnréttisáætlanir og jafnréttisstefnu en ég sé ekki að þeim gangi neitt rosalega vel með jafnréttismálin sín.“ Hanna segist hafa vitneskju um það að KSÍ hafi vitað af nauðguninni sem um ræðir. „Og ég veit líka að KSÍ vissi um heimilisofbeldi sem annar landsliðsmaður beitti og fleiri brot.“ „Ef að KSÍ lætur eins og þetta mál hafi ekki gerst og það sé bara allt í himnalagi, sko ég veit ekki alveg hvað gerist, en ég held bara að stjórnmálin munu taka þetta upp og þetta muni hafa miklar afleiðingar. Ég ætla að segja það hér og nú.“ Hanna segist hafa fengið mikil og jákvæð viðbrögð í dag. „Það rignir yfir mig þökkum frá fólki sem segir að þetta hafi verið löngu orðið tímabært.“ KSÍ Kynferðisofbeldi Reykjavík síðdegis Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Gagnrýnir KSÍ vegna frásagnar af hópnauðgun landsliðsmanna Forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands og framhaldsskólakennari segist hafa heyrt fjölda frásagna af landsliðsmönnum í knattspyrnu sem séu sagðir beita konur ofbeldi. Bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi. Knattspyrnusamband Íslands bregðist ekki við. 13. ágúst 2021 14:06 Um KSÍ og kvenfyrirlitningu Óhætt er að fullyrða að knattspyrna sé vinsælasta íþrótt heims. Fólk sem hefur í raun engan áhuga á íþróttum á sér uppáhaldslið og fylgist spennt með mótum. Á sama tíma hefur spilling og ákveðið siðleysi fylgt íþróttinni, a.m.k undanfarna áratugi. Vafalaust tengist það þeirri staðreynd að vinsældunum fylgja miklir fjármunir. 13. ágúst 2021 11:01 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
„Mér fannst þetta bara rangt og mér var misboðið. Ég hugsaði ókei ef enginn annar gerir þetta, þá geri ég þetta,“ segir Hanna í þættinum Reykjavík síðdegis. Hanna Björg hefur verið áberandi í fjölmiðlum í dag vegna pistils sem hún birti á Vísi í morgun. Þar sakaði hún Knattspyrnusamband Íslands um þöggun, gerendameðvirkni og kvenfyrirlitningu. „Ég var auðvitað ekki viðstödd nauðgunina. En þetta er náttúrlega þannig að annað hvort trúum við þolendum eða erum gerendameðvirk. Það er í rauninni bara þannig og auðvitað er umræddur þolandi ekki að skrökva,“ segir Hanna og á þar við frásögn ungrar konu sem segist hafa orðið fyrir nauðgun af tveimur þekktum mönnum sem sagðir eru vera landsliðsmenn. „Ég las þessa frásögn [...] og er búin að lesa fullt af frásögnum frá þolendum og auðvitað trúi ég þeim öllum og ég hugsaði bara „Nei þetta gengur ekki!“. Það gengur ekki að við blásum sólskini á gerendur í tíma og ótíma og þolendur sitji uppi með það að þurfa fylgjast með gerendum sínum vera dýrkaðir og dáðir í samfélaginu ofan í ofbeldið.“ Hanna segist óviss um hvernig KSÍ eigi að bregðast við en segir þörf á því að grípa í taumana. „Það er bara eitthvað skrítið í gangi þarna í KSÍ eins og ég segi í greininni. Þetta loðir við fótboltann þessi kvenfyrirlitning. Þeir eru með fínar jafnréttisáætlanir og jafnréttisstefnu en ég sé ekki að þeim gangi neitt rosalega vel með jafnréttismálin sín.“ Hanna segist hafa vitneskju um það að KSÍ hafi vitað af nauðguninni sem um ræðir. „Og ég veit líka að KSÍ vissi um heimilisofbeldi sem annar landsliðsmaður beitti og fleiri brot.“ „Ef að KSÍ lætur eins og þetta mál hafi ekki gerst og það sé bara allt í himnalagi, sko ég veit ekki alveg hvað gerist, en ég held bara að stjórnmálin munu taka þetta upp og þetta muni hafa miklar afleiðingar. Ég ætla að segja það hér og nú.“ Hanna segist hafa fengið mikil og jákvæð viðbrögð í dag. „Það rignir yfir mig þökkum frá fólki sem segir að þetta hafi verið löngu orðið tímabært.“
KSÍ Kynferðisofbeldi Reykjavík síðdegis Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Gagnrýnir KSÍ vegna frásagnar af hópnauðgun landsliðsmanna Forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands og framhaldsskólakennari segist hafa heyrt fjölda frásagna af landsliðsmönnum í knattspyrnu sem séu sagðir beita konur ofbeldi. Bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi. Knattspyrnusamband Íslands bregðist ekki við. 13. ágúst 2021 14:06 Um KSÍ og kvenfyrirlitningu Óhætt er að fullyrða að knattspyrna sé vinsælasta íþrótt heims. Fólk sem hefur í raun engan áhuga á íþróttum á sér uppáhaldslið og fylgist spennt með mótum. Á sama tíma hefur spilling og ákveðið siðleysi fylgt íþróttinni, a.m.k undanfarna áratugi. Vafalaust tengist það þeirri staðreynd að vinsældunum fylgja miklir fjármunir. 13. ágúst 2021 11:01 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Gagnrýnir KSÍ vegna frásagnar af hópnauðgun landsliðsmanna Forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands og framhaldsskólakennari segist hafa heyrt fjölda frásagna af landsliðsmönnum í knattspyrnu sem séu sagðir beita konur ofbeldi. Bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi. Knattspyrnusamband Íslands bregðist ekki við. 13. ágúst 2021 14:06
Um KSÍ og kvenfyrirlitningu Óhætt er að fullyrða að knattspyrna sé vinsælasta íþrótt heims. Fólk sem hefur í raun engan áhuga á íþróttum á sér uppáhaldslið og fylgist spennt með mótum. Á sama tíma hefur spilling og ákveðið siðleysi fylgt íþróttinni, a.m.k undanfarna áratugi. Vafalaust tengist það þeirri staðreynd að vinsældunum fylgja miklir fjármunir. 13. ágúst 2021 11:01