Innlent

Minnst 130 greindust smitaðir í gær

Árni Sæberg skrifar
Frá skimunarröðinni við Suðurlandsbraut.
Frá skimunarröðinni við Suðurlandsbraut. Vísir/Heimir

Í gær greindust hið minnsta 130 innanlands með Covid-19, þar af 91 utan sóttkvíar. 32 sjúklingar eru innlagðir á Landspítala og hefur þeim fjölgað um fimm frá því í gær. átta eru á gjörgæslu með Covid-19 en þeim fjölgar um þrjá á milli daga.

Þá eru 1.332 í einangrun hér á landi og fjölgar um 30 einstaklinga milli daga. 1.842 eru í sóttkví eða 111 fleiri en í gær. Einn farþegi greindist með virkt smit við landamæraskimun líkt og síðustu fjóra daga á undan.

85 þeirra smituðu eru fullbólusettir en bólusetning hafin hjá fimm þeirra. Þá eru 37 smitaðra óbólusettir.

111 greindust smitaðir við einkennasýnatöku en 19 við sóttkvíar- eða handahófsskimun.

Fjórtán daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100 þúsund íbúa er 421,6 og því er ljóst að Ísland er áfram rautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu.

Alls voru 3.475 innanlandssýni tekin síðastliðinn sólarhring sem er svipaður fjöldi og dagana á undan. 237 sýni voru tekin við landamærin.

Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á upplýsingavefnum Covid.is. Ekki liggur fyrir hvort um sé að ræða lokatölur gærdagsins en samkvæmt verklagi almannavarna verða tölurnar næst uppfærðar á morgun.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×