Innlent

Íbúum á Bíldudal fjölgað um 41

Heimir Már Pétursson skrifar
Íbúum Bíldudals hefur fjölgað um 41 á árinu.
Íbúum Bíldudals hefur fjölgað um 41 á árinu. Pexels/Björn Austmar

Íbúum landsins fjölgað mest á Bíldudal frá 1. desember síðast liðnum til 12. ágúst samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Bæjarins besta hefur rýnt í tölurnar með áherslu á Vestfirði.

Á Bíldudal hafi íbúum fjölgað um 41 eða 17 prósent. 

Þetta væri næst mesta hlutfallslega íbúafjölgunin á landinu á þessu tímabili en í Helgafellssveit á Snæfellsnesi hafi íbúum fjölgað um 21,5 prósent en ekki nema 14 manns væru á bak við þá fjölgun.

Í Ísafjarðarbæ hafi íbúum fjölgað úr 3.790 í 3.831 á sama tíma. Hins vegar hafi fækkað um fimmtán manns á Þingeyri þar sem nú búi 273.

Sjá frétt Bæjarins besta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×