Eldri borgarar bjartsýnir fyrir örvunarbólusetningu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 19:00 Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara, lítur björtum augum á örvunarbólusetningar eldri borgara sem hefjast í næstu viku. Vísir/Sigurjón Stefnt er að því að hefja endurbólusetningar eldri borgara og fólks með undirliggjandi sjúkdóma samhliða örvunarbólusetningu þeirra sem fengu Janssen. Framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk jákvætt fyrir endurbólusetningunni. Í Laugardalshöll hafa bólusetningar staðið yfir í nær allt sumar en þær voru tímabundið færðar yfir á Heilsugæsluna á Suðurlandsbraut. Höllin verður hins vegar opnuð aftur í næstu viku þar sem bólusetningar munu fara fram. Kennarar og starfsmenn skóla hafa fengið örvunarskammt bóluefnis í þessari viku og er gert ráð fyrir að því ljúki á morgun. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að örvunarbólusetningar hafi gengið vel. En er fólk ekkert þreytt að vera að mæta aftur í örvunarskammtinn eftir að búið var að mæla með bóluefni Janssen? „Mér finnst fólk samt taka þessu ótrúlega vel en auðvitað voru margir sem völdu Janssen sérstaklega af því það væri bara ein sprauta og eru þá sannarlega svekktir núna en flestir eru jákvæðir,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Ósk segir örvunarbólusetningu hafa gengið vel til þessa.Vísir/Sigurjón Bólusetja aftur í sömu röð og byrjað var á Fólk sem var bólusett með Janssen fyrr í sumar hefur verið að mæta á Heilsugæslustöðina á Suðurlandsbraut til að fá örvunarskammt en vonast er til þess að endurbólusetning aldraðra á hjúkrunarheimilum hefjist í næstu viku. „Síðan næsti hópur þar á eftir er 80 ára og eldri þannig að við erum koll af kolli að fara aftur í sömu röð og við byrjuðum í byrjun þessa árs,“ segir Ragnheiður. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara segist líta björtum augum á að eldri borgarar skuli endurbólusettir og telur örvunarskammtinn nauðsynlegan. „Þetta er svolítið svipað eins og með inflúensubólusetningu, hún er jú endurtekin árlega út af smá breytingum. Nú er delta nýtt afbrigði þannig að ég á von á að þetta sé eitthvað sem við þurfum á að halda,“ segir Þórunn. Skiptir sköpum að örvunarbólusetning fari fram að sumri til Hún segist ekki hafa orðið vör við kvíða vegna endurbólusetningarinnar þó að visst álag fylgi henni. „Auðvitað fylgir þessu visst álag en ég held að öryggislega séð sé fólk bara fegið að það sé hugsað svona vel um það,“ segir hún. Borið hafi á því að fólk hafi verið kvíðið í þriðju bylgjunni en hún telur það skipta sköpum að ráðist skuli í endurbólusetningu að sumri til. „Mér fannst í vetur þegar þriðja bylgjan skall á okkur, þá var eitthvað skammdegi í gangi, og þá varð dálítið bakslag. En ég held bara af því að þetta er sumar að það hjálpi okkur verulega,“ segir Þórunn. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Í Laugardalshöll hafa bólusetningar staðið yfir í nær allt sumar en þær voru tímabundið færðar yfir á Heilsugæsluna á Suðurlandsbraut. Höllin verður hins vegar opnuð aftur í næstu viku þar sem bólusetningar munu fara fram. Kennarar og starfsmenn skóla hafa fengið örvunarskammt bóluefnis í þessari viku og er gert ráð fyrir að því ljúki á morgun. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að örvunarbólusetningar hafi gengið vel. En er fólk ekkert þreytt að vera að mæta aftur í örvunarskammtinn eftir að búið var að mæla með bóluefni Janssen? „Mér finnst fólk samt taka þessu ótrúlega vel en auðvitað voru margir sem völdu Janssen sérstaklega af því það væri bara ein sprauta og eru þá sannarlega svekktir núna en flestir eru jákvæðir,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Ósk segir örvunarbólusetningu hafa gengið vel til þessa.Vísir/Sigurjón Bólusetja aftur í sömu röð og byrjað var á Fólk sem var bólusett með Janssen fyrr í sumar hefur verið að mæta á Heilsugæslustöðina á Suðurlandsbraut til að fá örvunarskammt en vonast er til þess að endurbólusetning aldraðra á hjúkrunarheimilum hefjist í næstu viku. „Síðan næsti hópur þar á eftir er 80 ára og eldri þannig að við erum koll af kolli að fara aftur í sömu röð og við byrjuðum í byrjun þessa árs,“ segir Ragnheiður. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara segist líta björtum augum á að eldri borgarar skuli endurbólusettir og telur örvunarskammtinn nauðsynlegan. „Þetta er svolítið svipað eins og með inflúensubólusetningu, hún er jú endurtekin árlega út af smá breytingum. Nú er delta nýtt afbrigði þannig að ég á von á að þetta sé eitthvað sem við þurfum á að halda,“ segir Þórunn. Skiptir sköpum að örvunarbólusetning fari fram að sumri til Hún segist ekki hafa orðið vör við kvíða vegna endurbólusetningarinnar þó að visst álag fylgi henni. „Auðvitað fylgir þessu visst álag en ég held að öryggislega séð sé fólk bara fegið að það sé hugsað svona vel um það,“ segir hún. Borið hafi á því að fólk hafi verið kvíðið í þriðju bylgjunni en hún telur það skipta sköpum að ráðist skuli í endurbólusetningu að sumri til. „Mér fannst í vetur þegar þriðja bylgjan skall á okkur, þá var eitthvað skammdegi í gangi, og þá varð dálítið bakslag. En ég held bara af því að þetta er sumar að það hjálpi okkur verulega,“ segir Þórunn.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira