Óútgefin plata Kanye West slær nú þegar met Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 11:04 Tónlistarmaðurinn Kanye West lætur ennþá bíða eftir sér, en biðin hefur skilað sér í einstakri markaðssetningu plötunnar. Getty/Kevin Mazur Nýjasta plata tónlistarmannsins Kanye West hefur slegið met inni á streymisveitunni Apple Music. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að platan hefur ekki ennþá verið gefin út. Platan dularfulla sem ber nafnið Donda, átti upphaflega að koma út fyrir ári síðan. Útgáfudegi hefur sífellt verið frestað og ennþá bólar ekkert á plötunni. Hlustunarpartýi sem Kanye hélt þann 5. ágúst á Mercedez Benz leikvanginum í Atlanta, var streymt inni á efnisveitunni Apple Music. Samkvæmt tímaritinu Billboard sló hlustunarpartýið met Apple Music en um 5,4 milljónir manns horfðu á streymið. Hlustunarpartýið þann 5. ágúst er ekki það fyrsta sem Kanye heldur vegna plötunnar. Þegar ekkert bólaði á plötunni á síðasta ári héldu aðdáendur ef til vill að Kanye hefði lagt hana á hilluna, þar til hann hélt óvænt hlustunarpartý í Las Vegas þann 18. júlí síðastliðinn. Hann hélt annað hlustunarpartý fjórum dögum síðar á Mercedez Benz leikvanginum í Atlanta og tilkynnt var að platan væri væntanleg þann 23. júlí - en sú dagsetning stóðst ekki. Þegar platan var spiluð þann 5. ágúst hafði hún tekið talsverðum breytingum frá fyrra hlustunarpartýi. Til stóð að platan kæmi út daginn eftir, 6. ágúst, en ekki varð af því. Even with his new album yet to materialize on streaming services, Kanye West's spins have been experiencing a major surge https://t.co/DrtUqRvoJJ— billboard (@billboard) August 12, 2021 Samkvæmt nýjustu upplýsingum inni á Apple Music stendur til að platan komi út á morgun, 13. ágúst en því skal tekið með fyrirvara ef marka má fyrri reynslu. Kanye gaf síðast út plötu árið 2019 og hafa aðdáendur því beiðið í ofvæni eftir nýju plötunni, en tónlistarmaðurinn er þekktur fyrir það að láta bíða eftir sér. Nú þegar er talið að tónlistarmaðurinn hafi selt varning tengdan plötunni fyrir tæpar 900 milljónir íslenskra króna. All of us talking to Kanye like... #DONDA pic.twitter.com/TbxamZZgrx— Critical Fade (@KiDePic4real) August 7, 2021 Kanye er mikill hugsjónamaður og fer óhefðbundnar leiðir. Fyrir þær sakir er hann ýmist dýrkaður eða gagnrýndur, talinn snillingur eða klikkaður. Ljóst er þó að sá gjörningur sem hefur átt sér stað í kringum Donda hefur skilað sér í markaðssetningu sem á sér enga hliðstæðu. Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Kanye hélt annað hlustunarpartý fyrir Donda Kanye West hélt hlustunarpartý fyrir nýja plötu sína Donda sem átti upphaflega að koma út 23. júlí síðastliðinn. Í gær var tilkynnt að platan kæmi út í dag en nú virðist sem það muni ekki gerast fyrr en á morgun. 6. ágúst 2021 17:10 Kim mætti óvænt í hlustunarpartý Kanye Raunveruleikastjarnan og viðskiptakonan Kim Kardashian mætti óvænt í hlustunarpartý fyrrverandi eiginmanns síns, Kanye West, vegna plötunnar Donda sem átti að koma út í dag. Ekkert bólar þó á plötunni. 23. júlí 2021 17:14 Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Platan dularfulla sem ber nafnið Donda, átti upphaflega að koma út fyrir ári síðan. Útgáfudegi hefur sífellt verið frestað og ennþá bólar ekkert á plötunni. Hlustunarpartýi sem Kanye hélt þann 5. ágúst á Mercedez Benz leikvanginum í Atlanta, var streymt inni á efnisveitunni Apple Music. Samkvæmt tímaritinu Billboard sló hlustunarpartýið met Apple Music en um 5,4 milljónir manns horfðu á streymið. Hlustunarpartýið þann 5. ágúst er ekki það fyrsta sem Kanye heldur vegna plötunnar. Þegar ekkert bólaði á plötunni á síðasta ári héldu aðdáendur ef til vill að Kanye hefði lagt hana á hilluna, þar til hann hélt óvænt hlustunarpartý í Las Vegas þann 18. júlí síðastliðinn. Hann hélt annað hlustunarpartý fjórum dögum síðar á Mercedez Benz leikvanginum í Atlanta og tilkynnt var að platan væri væntanleg þann 23. júlí - en sú dagsetning stóðst ekki. Þegar platan var spiluð þann 5. ágúst hafði hún tekið talsverðum breytingum frá fyrra hlustunarpartýi. Til stóð að platan kæmi út daginn eftir, 6. ágúst, en ekki varð af því. Even with his new album yet to materialize on streaming services, Kanye West's spins have been experiencing a major surge https://t.co/DrtUqRvoJJ— billboard (@billboard) August 12, 2021 Samkvæmt nýjustu upplýsingum inni á Apple Music stendur til að platan komi út á morgun, 13. ágúst en því skal tekið með fyrirvara ef marka má fyrri reynslu. Kanye gaf síðast út plötu árið 2019 og hafa aðdáendur því beiðið í ofvæni eftir nýju plötunni, en tónlistarmaðurinn er þekktur fyrir það að láta bíða eftir sér. Nú þegar er talið að tónlistarmaðurinn hafi selt varning tengdan plötunni fyrir tæpar 900 milljónir íslenskra króna. All of us talking to Kanye like... #DONDA pic.twitter.com/TbxamZZgrx— Critical Fade (@KiDePic4real) August 7, 2021 Kanye er mikill hugsjónamaður og fer óhefðbundnar leiðir. Fyrir þær sakir er hann ýmist dýrkaður eða gagnrýndur, talinn snillingur eða klikkaður. Ljóst er þó að sá gjörningur sem hefur átt sér stað í kringum Donda hefur skilað sér í markaðssetningu sem á sér enga hliðstæðu.
Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Kanye hélt annað hlustunarpartý fyrir Donda Kanye West hélt hlustunarpartý fyrir nýja plötu sína Donda sem átti upphaflega að koma út 23. júlí síðastliðinn. Í gær var tilkynnt að platan kæmi út í dag en nú virðist sem það muni ekki gerast fyrr en á morgun. 6. ágúst 2021 17:10 Kim mætti óvænt í hlustunarpartý Kanye Raunveruleikastjarnan og viðskiptakonan Kim Kardashian mætti óvænt í hlustunarpartý fyrrverandi eiginmanns síns, Kanye West, vegna plötunnar Donda sem átti að koma út í dag. Ekkert bólar þó á plötunni. 23. júlí 2021 17:14 Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Kanye hélt annað hlustunarpartý fyrir Donda Kanye West hélt hlustunarpartý fyrir nýja plötu sína Donda sem átti upphaflega að koma út 23. júlí síðastliðinn. Í gær var tilkynnt að platan kæmi út í dag en nú virðist sem það muni ekki gerast fyrr en á morgun. 6. ágúst 2021 17:10
Kim mætti óvænt í hlustunarpartý Kanye Raunveruleikastjarnan og viðskiptakonan Kim Kardashian mætti óvænt í hlustunarpartý fyrrverandi eiginmanns síns, Kanye West, vegna plötunnar Donda sem átti að koma út í dag. Ekkert bólar þó á plötunni. 23. júlí 2021 17:14