Litríkar ruslafötur vekja lukku í Vestmannaeyjum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 11. ágúst 2021 13:19 Hér má sjá tvær af þeim litríku og skemmtilegu ruslafötum sem finna má í Vestmannaeyjum. Helgi Rasmussen Tórzhamar Listaverk sem máluð hafa verið á ruslafötur víðs vegar í Vestmannaeyjum hafa vakið mikla lukku. Bæjarverkstjóri Vestmannaeyjabæjar segir listaverkin hafa orðið til þess að fólk sé nú duglegra að henda rusli í ruslafötur en áður. „Hérna í Vestmannaeyjum er algengt að þegar fólk ætlar að skreyta eitthvað þá setur það bara upp stóran stein. Mér fannst vanta líf í bæinn og einhverja liti og gleði,“ segir Óskar Guðjón Kjartansson, bæjarverkstjóri Vestmannaeyjabæjar um það hvernig hugmyndin af listaverkunum kviknaði fyrir þremur árum. Óskar vissi af Ísabellu Maí Tórshamar, ungri Eyjastúlku ættaðri frá Færeyjum, sem væri mikill listamaður. Óskar réði Ísabellu, ásamt systur hennar og frænku, þeim Sögu Tórshamar og Guðnýju Emilíönu Tórshamar til þess að mála listaverk á ruslafötur bæjarins. „Upphaflega hugmyndin var að mála skrímsli á tunnurnar, þannig að fólk væri að henda rusli upp í skrímslin. En svo er lögunin á tunnunum bara þannig að hún býður ekki upp á margt. Ég gaf stelpunum því bara frjálsar hendur og þetta er útkoman.“ Hér má sjá Ísabellu, eina af listakonunum þremur, ásamt nýjustu listaverkunum.Helgi Rasmussen Tórzhamar Þetta er þriðja sumarið sem stúlkurnar mála á ruslaföturnar og er óhætt að segja að þær hafi vakið mikla lukku. Gríðarleg vinna liggur að baki hverrar tunnu en listaverkin eru hvert öðru glæsilegra. Óskar segir að tunnurnar veki gríðarlega eftirtekt sem skili sér í því að fólk sé duglegra að nota ruslaföturnar. „Þú finnur hvergi bæjarfélag sem er með eins margar ruslafötur fyrir almenning eins og hér í Vestmannaeyjum.“ Það er þó ekki búið að mála á allar ruslafötur bæjarins, heldur aðeins þær sem eru orðnar lúnar og þarfnast yfirhalningar. Stúlkurnar þrjár hafa málað á ruslatunnurnar síðustu þrjú sumur.Helgi Rasmussen Tórzhamar „Þetta hefur vakið ansi mikla lukku og maður sér mikið af túristum stoppa til að taka myndir. Fólk hefur meira að segja beðið um að fá að kaupa tunnurnar en það er ekki í boði.“ Stúlkurnar þrjár hafa verið í fullri vinnu við að mála á tunnurnar og segist Óskar hafa heyrt gagnrýnisraddir tala um kostnaðinn sem hefur farið í verkefnið. Hann segir þó að það sé vel þess virði að nýta slíka hæfileika og um leið fegra og gera bæinn litríkari. Óskar segir fleiri verkefni bíða stúlknanna þegar veður leyfir. Stefnt er að því að máluð verði listaverk á umferðaeyjur og önnur „dauð“ svæði. „En sumarið er stutt og ruslatunnurnar eru í forgangi,“ segir Óskar og bætir því við að fimm til sex ný listaverk muni brátt líta dagsins ljós. Listaverkin eru jafn mismunandi eins og þau eru mörg.Helgi Rasmussen Tórzhamar Ruslaföturnar eru hver annarri glæsilegri.Helgi Rasmussen Tórzhamar Óskar telur að listaverkin hafi orðið til þess að fólk sé nú duglegra að nota ruslaföturnar.Helgi Rasmussen Tórzhamar Ruslaföturnar eru ekki til sölu þrátt fyrir mikinn áhuga.Helgi Rasmussen Tórzhamar Fleiri listaverk eru væntanleg á næstunni.Helgi Rasmussen Tórzhamar Stefnan er að í framtíðinni verði einnig máluð listaverk á umferðaeyjur bæjarins.Helgi Rasmussen Tórzhamar Vestmannaeyjar Myndlist Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
„Hérna í Vestmannaeyjum er algengt að þegar fólk ætlar að skreyta eitthvað þá setur það bara upp stóran stein. Mér fannst vanta líf í bæinn og einhverja liti og gleði,“ segir Óskar Guðjón Kjartansson, bæjarverkstjóri Vestmannaeyjabæjar um það hvernig hugmyndin af listaverkunum kviknaði fyrir þremur árum. Óskar vissi af Ísabellu Maí Tórshamar, ungri Eyjastúlku ættaðri frá Færeyjum, sem væri mikill listamaður. Óskar réði Ísabellu, ásamt systur hennar og frænku, þeim Sögu Tórshamar og Guðnýju Emilíönu Tórshamar til þess að mála listaverk á ruslafötur bæjarins. „Upphaflega hugmyndin var að mála skrímsli á tunnurnar, þannig að fólk væri að henda rusli upp í skrímslin. En svo er lögunin á tunnunum bara þannig að hún býður ekki upp á margt. Ég gaf stelpunum því bara frjálsar hendur og þetta er útkoman.“ Hér má sjá Ísabellu, eina af listakonunum þremur, ásamt nýjustu listaverkunum.Helgi Rasmussen Tórzhamar Þetta er þriðja sumarið sem stúlkurnar mála á ruslaföturnar og er óhætt að segja að þær hafi vakið mikla lukku. Gríðarleg vinna liggur að baki hverrar tunnu en listaverkin eru hvert öðru glæsilegra. Óskar segir að tunnurnar veki gríðarlega eftirtekt sem skili sér í því að fólk sé duglegra að nota ruslaföturnar. „Þú finnur hvergi bæjarfélag sem er með eins margar ruslafötur fyrir almenning eins og hér í Vestmannaeyjum.“ Það er þó ekki búið að mála á allar ruslafötur bæjarins, heldur aðeins þær sem eru orðnar lúnar og þarfnast yfirhalningar. Stúlkurnar þrjár hafa málað á ruslatunnurnar síðustu þrjú sumur.Helgi Rasmussen Tórzhamar „Þetta hefur vakið ansi mikla lukku og maður sér mikið af túristum stoppa til að taka myndir. Fólk hefur meira að segja beðið um að fá að kaupa tunnurnar en það er ekki í boði.“ Stúlkurnar þrjár hafa verið í fullri vinnu við að mála á tunnurnar og segist Óskar hafa heyrt gagnrýnisraddir tala um kostnaðinn sem hefur farið í verkefnið. Hann segir þó að það sé vel þess virði að nýta slíka hæfileika og um leið fegra og gera bæinn litríkari. Óskar segir fleiri verkefni bíða stúlknanna þegar veður leyfir. Stefnt er að því að máluð verði listaverk á umferðaeyjur og önnur „dauð“ svæði. „En sumarið er stutt og ruslatunnurnar eru í forgangi,“ segir Óskar og bætir því við að fimm til sex ný listaverk muni brátt líta dagsins ljós. Listaverkin eru jafn mismunandi eins og þau eru mörg.Helgi Rasmussen Tórzhamar Ruslaföturnar eru hver annarri glæsilegri.Helgi Rasmussen Tórzhamar Óskar telur að listaverkin hafi orðið til þess að fólk sé nú duglegra að nota ruslaföturnar.Helgi Rasmussen Tórzhamar Ruslaföturnar eru ekki til sölu þrátt fyrir mikinn áhuga.Helgi Rasmussen Tórzhamar Fleiri listaverk eru væntanleg á næstunni.Helgi Rasmussen Tórzhamar Stefnan er að í framtíðinni verði einnig máluð listaverk á umferðaeyjur bæjarins.Helgi Rasmussen Tórzhamar
Vestmannaeyjar Myndlist Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira