Messi ánægður í París: Markmiðið er að halda áfram að vinna titla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2021 09:45 Lionel Messi við hlið forseta PSG, Nasser Al-Al-Khelaifi á blaðamannafundi í París í morgun. AP/Francois Mori Lionel Messi hélt blaðamannafund í París í dag þar sem hann ræddi um komu sína til Frakklands og framhaldið sem leikmaður Paris Saint Germain. „Það var erfitt að fara frá Barcelona eftir svona mörg ár en ég var hamingjusamur um leið og ég kom hingað til Parísar. Ég vil byrja að æfa sem fyrst og vildi ganga frá þessu strax,“ sagði Lionel Messi. "It would be nice to go back to Barcelona with the fans there after the pandemic"Lionel Messi admits he would relish PSG facing Barcelona in the Champions League this season pic.twitter.com/hhrLY0IfHQ— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 11, 2021 „Ég hef notið tímans í París frá fyrstu mínútu sem ég kom til borgarinnar. Ég vil komast á æfingu með liðsfélögum mínum og byrja þennan nýja tíma í mínu lífi,“ sagði Messi. Leystu öll vandmál og gerðu það fljótt „Ég vil þakka forsetanum og öllum hér fyrir móttökurnar sem og hversu fljótt við gátum gengið frá samningnum. Þetta var slungin staða en þeir leystu öll vandamál og gerðu það fljótt,“ sagði Messi. „Ég er ánægður með að vera kominn hingað. Ég vil áfram spila fótbolta og ætla mér að vinna titla alveg eins og þegar ég hóf ferilinn. Þetta félag er tilbúið að berjast um alla titla. Það er mitt markmið að halda áfram að vinna titla og þess vegna er ég kominn hingað. Ég vona að það takist,“ sagði Messi. Messi on linking up with Mbappe and Neymar "I am very happy, it is really crazy. The team is incredible and I really want to train and compete now because I am going to be playing with the best players. It is an incredible experience". pic.twitter.com/ww1ISjx6jQ— B/R Football (@brfootball) August 11, 2021 „Ég vill þakka París fyrir móttökurnar en þær hafa verið klikkaðar. Ég er viss um að ég mun njóta tíma míns með liðinu og við ætlum að berjast fyrir að ná markmiðum félagsins,“ sagði Messi en hvenær spilar hann fyrsta leikinn? Veit ekki hvenær hann spilar fyrsta leikinn „Ef ég segi alveg eins og er þá veit ég það ekki. Ég var í fríi og það er allt nýtt fyrir mig. Ég ræddi við þjálfarateymið í gær og líklega þarf ég á undirbúningstímabili að halda,“ sagði Messi. „Ég byrja að æfa og vonandi get ég spilað sem fyrst en það fer eftir því hvort starfsliðið gefur mér grænt ljós,“ sagði Messi. Það gæti farið svo að Messi mæti Barcelona í Meistaradeildinni og hann var spurður út í þann möguleika. Yrði samt mjög skrýtið að spila þar í annarri treyju „Það var flókið að fara frá Barcelona án þess að vita hvar ég myndi enda. Barcelona er heimilið mitt og ég hef verið þar síðan ég var strákur. Þeir vita samt að ég mun koma aftur með sterku liði sem er með það markmið að vinna Meistaradeildina. Ég elska að vinna og að hafa stór markmið. Ég veit að markmið mín og PSG eru þau sömu,“ sagði Messi. „Ég veit ekki hvort við mætum Barcelona. Það væri samt indælt að fara aftur til Barcelona. Ég vona að þá verði áhorfendur leyfðir vegna faraldursins. Það yrði samt mjög skrýtið að spila þar í annarri treyju en það er möguleiki og við verðum bara að sjá til,“ sagði Messi. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Sjá meira
„Það var erfitt að fara frá Barcelona eftir svona mörg ár en ég var hamingjusamur um leið og ég kom hingað til Parísar. Ég vil byrja að æfa sem fyrst og vildi ganga frá þessu strax,“ sagði Lionel Messi. "It would be nice to go back to Barcelona with the fans there after the pandemic"Lionel Messi admits he would relish PSG facing Barcelona in the Champions League this season pic.twitter.com/hhrLY0IfHQ— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 11, 2021 „Ég hef notið tímans í París frá fyrstu mínútu sem ég kom til borgarinnar. Ég vil komast á æfingu með liðsfélögum mínum og byrja þennan nýja tíma í mínu lífi,“ sagði Messi. Leystu öll vandmál og gerðu það fljótt „Ég vil þakka forsetanum og öllum hér fyrir móttökurnar sem og hversu fljótt við gátum gengið frá samningnum. Þetta var slungin staða en þeir leystu öll vandamál og gerðu það fljótt,“ sagði Messi. „Ég er ánægður með að vera kominn hingað. Ég vil áfram spila fótbolta og ætla mér að vinna titla alveg eins og þegar ég hóf ferilinn. Þetta félag er tilbúið að berjast um alla titla. Það er mitt markmið að halda áfram að vinna titla og þess vegna er ég kominn hingað. Ég vona að það takist,“ sagði Messi. Messi on linking up with Mbappe and Neymar "I am very happy, it is really crazy. The team is incredible and I really want to train and compete now because I am going to be playing with the best players. It is an incredible experience". pic.twitter.com/ww1ISjx6jQ— B/R Football (@brfootball) August 11, 2021 „Ég vill þakka París fyrir móttökurnar en þær hafa verið klikkaðar. Ég er viss um að ég mun njóta tíma míns með liðinu og við ætlum að berjast fyrir að ná markmiðum félagsins,“ sagði Messi en hvenær spilar hann fyrsta leikinn? Veit ekki hvenær hann spilar fyrsta leikinn „Ef ég segi alveg eins og er þá veit ég það ekki. Ég var í fríi og það er allt nýtt fyrir mig. Ég ræddi við þjálfarateymið í gær og líklega þarf ég á undirbúningstímabili að halda,“ sagði Messi. „Ég byrja að æfa og vonandi get ég spilað sem fyrst en það fer eftir því hvort starfsliðið gefur mér grænt ljós,“ sagði Messi. Það gæti farið svo að Messi mæti Barcelona í Meistaradeildinni og hann var spurður út í þann möguleika. Yrði samt mjög skrýtið að spila þar í annarri treyju „Það var flókið að fara frá Barcelona án þess að vita hvar ég myndi enda. Barcelona er heimilið mitt og ég hef verið þar síðan ég var strákur. Þeir vita samt að ég mun koma aftur með sterku liði sem er með það markmið að vinna Meistaradeildina. Ég elska að vinna og að hafa stór markmið. Ég veit að markmið mín og PSG eru þau sömu,“ sagði Messi. „Ég veit ekki hvort við mætum Barcelona. Það væri samt indælt að fara aftur til Barcelona. Ég vona að þá verði áhorfendur leyfðir vegna faraldursins. Það yrði samt mjög skrýtið að spila þar í annarri treyju en það er möguleiki og við verðum bara að sjá til,“ sagði Messi.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann