Margir vilji „gera eitthvað töff og kúl sem raunverulega er heimskulegt“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. ágúst 2021 22:36 Jónas fer fyrir SafeTravel, sem er á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjörg. Stöð 2 Enn berast fréttir af því að ferðamenn við gosstöðvarnar á Reykjanesi ani út á nýstorknað hraun, þvert á tilmæli lögregluyfirvalda og björgunarsveita. Slíkt getur verið lífshættulegt, þar sem hraunið getur gefið eftir og undir niðri getur leynst töluvert mýkra, heitara og hættulegra hraun. Jónas Guðmundsson, sem fer fyrir SafeTravel verkefni hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að ferðamönnum sem hætta sér út á hraunið virðist vera farið að fjölga. Því sé kannski tilefni til þess að breyta um nálgun í því hvernig skilaboðum um hættuna sé komið til ferðamannanna. „Það er full ástæða til þess að endurmeta stöðuna og maður óttast örlítið að þetta sé orðið eitt af þessum sem við sjáum stundum í ferðamennskunni. Eins og að standa uppi á flakinu á Sólheimasandi, standa úti á brúninni í Fjaðrárgljúfrum og svo framvegis. Að það séu margir sem vilji tikka í boxið, að gera eitthvað töff og kúl sem raunverulega er heimskulegt,“ segir Jónas. Hann segir þessu umræddu „box“ þekkta stærð varðandi öryggi ferðamanna, og telur samfélagsmiðla og dreifingu mynda af misgáfulegu athæfi ferðamanna hér á landi eiga hlut í þróuninni. Getur verið í lagi, en getur verið lífshættulegt Jónas segir að á gosstöðvunum séu skilti sem vari ferðamenn við því að fara út á hraunið, auk þess sem upplýsingar um gosið og hættur þess sé að finna á vefsíðu SafeTravel. Þá hefur komið fram í fjölmiðlum að björgunarsveitarfólk geri sitt besta til þess að brýna fyrir fólki að fara ekki út á hraunið. „Það er alltaf einhver hluti fólks sem vill tikka í boxið eða búa til eitthvað nýtt og við þurfum að ná betur til þeirra. Það má gera með skiltum á staðnum, mjög skýrum skiltum, þó þau séu kannski ekki beint falleg í sjálfu sér. Svo þarf líka bara að velta fyrir sér mönnum á staðnum. Landverðir, björgunarsveit, lögregla og annað.“ Jónas segir að vel geti verið að einn daginn muni einhver hljóta skaða af því að ganga út á hraunið, ef þróunin sem hann lýsir heldur áfram. „Ég veit ekki hvort þetta er aukning eða hvort við erum að sjá einhverja smá bólu núna í óhöppum. Hraunið er þannig að það getur verið allt í lagi að standa á því en það getur líka bara verið holrúm undir og það getur verið glóandi tveimur metrum neðar. Við bara vitum það ekki, það gerir það að við viljum ekkert sjá fólk á hrauninu,“ segir Jónas. Hraunið fari upp í allt að 1.100 gráðu hita, og þá þurfi ekki að spyrja að leikslokum fari svo að einhver komist í snertingu við það. Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Jónas Guðmundsson, sem fer fyrir SafeTravel verkefni hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að ferðamönnum sem hætta sér út á hraunið virðist vera farið að fjölga. Því sé kannski tilefni til þess að breyta um nálgun í því hvernig skilaboðum um hættuna sé komið til ferðamannanna. „Það er full ástæða til þess að endurmeta stöðuna og maður óttast örlítið að þetta sé orðið eitt af þessum sem við sjáum stundum í ferðamennskunni. Eins og að standa uppi á flakinu á Sólheimasandi, standa úti á brúninni í Fjaðrárgljúfrum og svo framvegis. Að það séu margir sem vilji tikka í boxið, að gera eitthvað töff og kúl sem raunverulega er heimskulegt,“ segir Jónas. Hann segir þessu umræddu „box“ þekkta stærð varðandi öryggi ferðamanna, og telur samfélagsmiðla og dreifingu mynda af misgáfulegu athæfi ferðamanna hér á landi eiga hlut í þróuninni. Getur verið í lagi, en getur verið lífshættulegt Jónas segir að á gosstöðvunum séu skilti sem vari ferðamenn við því að fara út á hraunið, auk þess sem upplýsingar um gosið og hættur þess sé að finna á vefsíðu SafeTravel. Þá hefur komið fram í fjölmiðlum að björgunarsveitarfólk geri sitt besta til þess að brýna fyrir fólki að fara ekki út á hraunið. „Það er alltaf einhver hluti fólks sem vill tikka í boxið eða búa til eitthvað nýtt og við þurfum að ná betur til þeirra. Það má gera með skiltum á staðnum, mjög skýrum skiltum, þó þau séu kannski ekki beint falleg í sjálfu sér. Svo þarf líka bara að velta fyrir sér mönnum á staðnum. Landverðir, björgunarsveit, lögregla og annað.“ Jónas segir að vel geti verið að einn daginn muni einhver hljóta skaða af því að ganga út á hraunið, ef þróunin sem hann lýsir heldur áfram. „Ég veit ekki hvort þetta er aukning eða hvort við erum að sjá einhverja smá bólu núna í óhöppum. Hraunið er þannig að það getur verið allt í lagi að standa á því en það getur líka bara verið holrúm undir og það getur verið glóandi tveimur metrum neðar. Við bara vitum það ekki, það gerir það að við viljum ekkert sjá fólk á hrauninu,“ segir Jónas. Hraunið fari upp í allt að 1.100 gráðu hita, og þá þurfi ekki að spyrja að leikslokum fari svo að einhver komist í snertingu við það.
Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira