Hvetur efasemdafólk um bólusetningar til að rölta um kirkjugarða borgarinnar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. ágúst 2021 11:12 Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítala, fór yfir þessi mál í Bítinu í morgun. Stöð 2 Ónæmisfræðingur segir mikinn sigur að bóluefnin sem hafi ekki verið þróuð gegn delta-afbrigðinu veiti eins góða vörn gegn alvarlegum veikindum og raun ber vitni. Hann hvetur þá sem vilja ekki láta bólusetja sig til að skoða legsteina barna sem fallið hafa í fyrri faröldrum. „Í heildina líst mér vel á þetta en auðvitað erum við frekar óhress með að vörnin hefði kannski ekki verið eins góð og raun ber vitni gegn smitinu,“ sagði Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítala, sem fór yfir virkni bóluefna í Bítinu í morgun. „En það þarf hins vegar alls ekki að koma á óvart því við erum núna að eiga við béskotans vágest sem er öflugur í því að breyta sér og fela sig fyrir ónæmiskerfinu. Það er stóri vandinn.“ Hann bindur miklar vonir við nýtt bóluefni sem Pfizer er að þróa og er nánast tilbúið. Það eigi að virka mun betur gegn delta-afbrigði veirunnar. Björn Rúnar vonast til að það bóluefni verði ekki að fara í gegn um eins mikið eftirlit og fyrri bóluefnin því nú sé komin reynsla á hvernig bóluefni af þessari gerð virki. Hann er ekki sammála því sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson hafa haldið fram síðustu daga, um að eina leiðin að hjarðónæmi sé sú að meginþorri þjóðarinnar smitist á einhverjum tímapunkti. Þar bindur Björn Rúnar enn vonir við að bóluefnin geti skilað sínu, bæði þau sem nú þegar hafa verið notuð, örvunarskammtar með þeim og ný bóluefni sem munu koma fram og vernda betur gegn smiti. Til þess verður heimsbyggðin öll að verða bólusett sem fyrst: „Besta vörnin fyrir heimsbyggðina er að bólusetja heimsbyggðina strax. Og þá fáum við almennilega dekkun og þá minnka líkurnar á því að við fáum ný og ný afbrigði. Veiran mun halda áfram að breyta sér alveg stöðugt þannig að mín spá er enn þá að við þurfum annað bóluefni svona nokkuð reglulega og að endurbólusetja,“ sagði Björn. Skilaboð til þeirra sem eru á móti bólusetningum Hann segist ekki hafa of miklar áhyggjur af þeim hópi sem er á móti bólusetningum. Frekar hefur hann áhyggjur af þeim hópi sem hefur ekki aðgang að bóluefni í fátækari ríkjum heimsins. Við þá sem vilja ekki láta bólusetja sig hafði hann þetta að segja: „Ég hvet þetta fólk til að taka sér göngutúra um kirkjugarða Reykjavíkur, skoða legsteinana og sjá það hvernig þessar barnaveikir voru að stráfella kornabörn. Þetta er átakanlegt oft að horfa á þessa legsteina og sjá ártölin. Heilu fjölskyldurnar á sínum tíma. Þannig ég hvet fólkið bara til að labba þarna um og velta þessum málum fyrir sér og svo þá bara að tala við mig eða við fólkið sem hefur helgað líf sitt þessu og hefur engra hagsmuna að gæta.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
„Í heildina líst mér vel á þetta en auðvitað erum við frekar óhress með að vörnin hefði kannski ekki verið eins góð og raun ber vitni gegn smitinu,“ sagði Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítala, sem fór yfir virkni bóluefna í Bítinu í morgun. „En það þarf hins vegar alls ekki að koma á óvart því við erum núna að eiga við béskotans vágest sem er öflugur í því að breyta sér og fela sig fyrir ónæmiskerfinu. Það er stóri vandinn.“ Hann bindur miklar vonir við nýtt bóluefni sem Pfizer er að þróa og er nánast tilbúið. Það eigi að virka mun betur gegn delta-afbrigði veirunnar. Björn Rúnar vonast til að það bóluefni verði ekki að fara í gegn um eins mikið eftirlit og fyrri bóluefnin því nú sé komin reynsla á hvernig bóluefni af þessari gerð virki. Hann er ekki sammála því sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson hafa haldið fram síðustu daga, um að eina leiðin að hjarðónæmi sé sú að meginþorri þjóðarinnar smitist á einhverjum tímapunkti. Þar bindur Björn Rúnar enn vonir við að bóluefnin geti skilað sínu, bæði þau sem nú þegar hafa verið notuð, örvunarskammtar með þeim og ný bóluefni sem munu koma fram og vernda betur gegn smiti. Til þess verður heimsbyggðin öll að verða bólusett sem fyrst: „Besta vörnin fyrir heimsbyggðina er að bólusetja heimsbyggðina strax. Og þá fáum við almennilega dekkun og þá minnka líkurnar á því að við fáum ný og ný afbrigði. Veiran mun halda áfram að breyta sér alveg stöðugt þannig að mín spá er enn þá að við þurfum annað bóluefni svona nokkuð reglulega og að endurbólusetja,“ sagði Björn. Skilaboð til þeirra sem eru á móti bólusetningum Hann segist ekki hafa of miklar áhyggjur af þeim hópi sem er á móti bólusetningum. Frekar hefur hann áhyggjur af þeim hópi sem hefur ekki aðgang að bóluefni í fátækari ríkjum heimsins. Við þá sem vilja ekki láta bólusetja sig hafði hann þetta að segja: „Ég hvet þetta fólk til að taka sér göngutúra um kirkjugarða Reykjavíkur, skoða legsteinana og sjá það hvernig þessar barnaveikir voru að stráfella kornabörn. Þetta er átakanlegt oft að horfa á þessa legsteina og sjá ártölin. Heilu fjölskyldurnar á sínum tíma. Þannig ég hvet fólkið bara til að labba þarna um og velta þessum málum fyrir sér og svo þá bara að tala við mig eða við fólkið sem hefur helgað líf sitt þessu og hefur engra hagsmuna að gæta.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira