Tíminn að renna okkur úr greipum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 19:00 Jöklafræðingurinn Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir kom að gerð skýrslunnar. vísir Tíminn til þess að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga er að renna okkur úr greipum, að sögn eins höfunda nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan er sögð „rauð viðvörun“ og alvarleg staða kemur nú fram í ofsaveðri og náttúruhamförum. Það kveður við afdráttarlausari tón en áður í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Þar segir með skýrum hætti að loftslagsbreytingar sem nú þegar eru að gerast séu af mannavöldum. Jöklafræðingurinn Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir er ein þeirra vísindamanna sem samdi kafla skýrslunnar sem fjallar um sjávarstöðu og jökla. Hún segir skýrsluna sýna fram á þörfina á tafarlausum aðgerðum. „Markmiðið sem Parísarsamkomulagið setur, það er að halda hlýnun undir einni og hálfri gráðu er að renna okkur úr greipum,“ segir Guðfinna. Verulega þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og helst þannig að kolefnishlutleysi verði náð árið 2050. „Ef það tekst, að þá er möguleiki á að halda þessu markmiði. Að það hlýni ekki meira, það myndi hlýna aðeins meira en svo lækka aftur.“ Staðan er aðkallandi þar sem nú eru taldar helmingslíkur á því að hnattræn hlýnun nái einnar og hálfrar gráðu markinu snemma á næsta áratug, fyrr en áður var talið. Verði ekkert eða lítið gert gæti hlýnunin náð hátt í sex gráðum fyrir lok aldarinnar. Loftslagsbreytingar eru nú þegar að koma fram í veðurákefð. „Þetta erum við bara að sjá. Hitabylgjur verða sterkari, það verða meiri þurrkar, rigningaratburðir verða sterkari en líka þurkaatburðir. Ákefð í ofsaveðri mun aukast,“ segir Guðfinna. Þetta sést víða. Í skógareldum sem loga nú í Bandaríkjunum og Evrópu og fyrr í sumar í mannskæðu úrhelli í Henan-héraði í Kína og hitabylgju sem sprengdi öll met í Kanda. „Þetta eru áhrifin núna en við getum sagt að langtímaáhrifin eru til dæmis bráðnun jökla og hækkun sjávarstöðu.“ Þetta sést hér á landi í hraðari rýrnum jökla. „Við höfum nýlega birt grein sem sýnir þróun jöklanna frá 1890, eða síðustu aldamótum. Síðan þá hafa jöklarnir minnkað um fimmtán prósent og helmingurinn af þeirri rýrnun hefur gerst frá árinu 1995. Þannig við sjáum aukningu í hraða rýrnunar.“ Hvaða sviðsmynd blasir við hvað það varðar á næstu árum? „Áframhaldandi rýrnum jökla. Við getum sagt að það sem nú þegar er búið að setja út í andrúsloftið, þau gróðurhúsaáhroif sem nú þegar eru í andrúmsloftinu, munu hafa þau áhrif að jöklarnir halda áfram að bráðna. Það er búið að hlýna það mikið og þeir taka miklu lengri tíma í að bregðast við þeirri hlýnun. Það mun taka áratugi fyrir jöklana að ná jafnvægi við nýtt hitastig,“ segir Guðfinna. Loftslagsmál Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Það kveður við afdráttarlausari tón en áður í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Þar segir með skýrum hætti að loftslagsbreytingar sem nú þegar eru að gerast séu af mannavöldum. Jöklafræðingurinn Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir er ein þeirra vísindamanna sem samdi kafla skýrslunnar sem fjallar um sjávarstöðu og jökla. Hún segir skýrsluna sýna fram á þörfina á tafarlausum aðgerðum. „Markmiðið sem Parísarsamkomulagið setur, það er að halda hlýnun undir einni og hálfri gráðu er að renna okkur úr greipum,“ segir Guðfinna. Verulega þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og helst þannig að kolefnishlutleysi verði náð árið 2050. „Ef það tekst, að þá er möguleiki á að halda þessu markmiði. Að það hlýni ekki meira, það myndi hlýna aðeins meira en svo lækka aftur.“ Staðan er aðkallandi þar sem nú eru taldar helmingslíkur á því að hnattræn hlýnun nái einnar og hálfrar gráðu markinu snemma á næsta áratug, fyrr en áður var talið. Verði ekkert eða lítið gert gæti hlýnunin náð hátt í sex gráðum fyrir lok aldarinnar. Loftslagsbreytingar eru nú þegar að koma fram í veðurákefð. „Þetta erum við bara að sjá. Hitabylgjur verða sterkari, það verða meiri þurrkar, rigningaratburðir verða sterkari en líka þurkaatburðir. Ákefð í ofsaveðri mun aukast,“ segir Guðfinna. Þetta sést víða. Í skógareldum sem loga nú í Bandaríkjunum og Evrópu og fyrr í sumar í mannskæðu úrhelli í Henan-héraði í Kína og hitabylgju sem sprengdi öll met í Kanda. „Þetta eru áhrifin núna en við getum sagt að langtímaáhrifin eru til dæmis bráðnun jökla og hækkun sjávarstöðu.“ Þetta sést hér á landi í hraðari rýrnum jökla. „Við höfum nýlega birt grein sem sýnir þróun jöklanna frá 1890, eða síðustu aldamótum. Síðan þá hafa jöklarnir minnkað um fimmtán prósent og helmingurinn af þeirri rýrnun hefur gerst frá árinu 1995. Þannig við sjáum aukningu í hraða rýrnunar.“ Hvaða sviðsmynd blasir við hvað það varðar á næstu árum? „Áframhaldandi rýrnum jökla. Við getum sagt að það sem nú þegar er búið að setja út í andrúsloftið, þau gróðurhúsaáhroif sem nú þegar eru í andrúmsloftinu, munu hafa þau áhrif að jöklarnir halda áfram að bráðna. Það er búið að hlýna það mikið og þeir taka miklu lengri tíma í að bregðast við þeirri hlýnun. Það mun taka áratugi fyrir jöklana að ná jafnvægi við nýtt hitastig,“ segir Guðfinna.
Loftslagsmál Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira