Ekki viss um að hjarðónæmi sé besta leiðin Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. ágúst 2021 19:10 Kamilla segir mikilvægast að vernda viðkvæmustu hópana. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, hefur efasemdir um ágæti þess að reyna að ná fram hjarðónæmi við Delta-afbrigði kórónuveirunnar. Verði það hins vegar stefnan sé mikilvægast að reyna að vernda viðkvæma hópa. „Ég veit ekki endilega hvort það sé rétt að reyna að ná hjarðónæmi en ef það er ekki stefnan að reyna að hafa hemil á þessu að þá verðum við bara að verja viðkvæmustu staðina, stofnanir og fyrirtæki og innviðina hjá okkur,“ segir Kamilla. Hún virðist þar af leiðandi á öndverðum meiði við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, sem sagði í dag að markmiðið ætti ekki lengur að vera útrýming veirunnar, heldur frekar að reyna að ná upp hjarðónæmi – en án þess að spítalakerfið riði til falls. Vernda þurfi viðkvæmustu hópana og að áskorunin nú sé að klára örvunarbólusetningar. Kamilla sagðist ekki hafa lesið viðtalið við Þórólf, né rætt við hann, og því geti hún ekki tjáð sig sérstaklega um það. Ansi margir þurfi þó að smitast til þess að hjarðónæmi við delta-afbrigðinu verði náð. Hún segir að viðkvæmustu hóparnir séu aðeins varðir með því að takmarka hópamyndanir. Því sé eðlilegt að þeir sem geti sinnt vinnu heiman frá geri það. „Og bara takmarka samskipti augliti til auglits eins og hægt er.“ Þá segir hún stöðuna í samfélaginu ekki hafa versnað. „Síðasta vika var svipuð vikunni á undan. Það varð engin sérstök sprenging en delta-veiran virðist valda hraðar einkennum en fyrri afbrigði, þannig að mögulega hefðum við átt að vera farin að sjá í lok vikunnar ef það hefði orðið einhver veruleg útbreiðsla síðustu helgi, en það er ekkert alveg útséð um það.“ Kamilla lýsti í vikunni áhyggjum af stöðunni og sagði að ef ekkert yrði að gert gæti kerfið hreinlega brostið. „Það bara verður að koma í ljós hvort að það verður eða ekki. Vonandi hafði ég rangt fyrir mér.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
„Ég veit ekki endilega hvort það sé rétt að reyna að ná hjarðónæmi en ef það er ekki stefnan að reyna að hafa hemil á þessu að þá verðum við bara að verja viðkvæmustu staðina, stofnanir og fyrirtæki og innviðina hjá okkur,“ segir Kamilla. Hún virðist þar af leiðandi á öndverðum meiði við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, sem sagði í dag að markmiðið ætti ekki lengur að vera útrýming veirunnar, heldur frekar að reyna að ná upp hjarðónæmi – en án þess að spítalakerfið riði til falls. Vernda þurfi viðkvæmustu hópana og að áskorunin nú sé að klára örvunarbólusetningar. Kamilla sagðist ekki hafa lesið viðtalið við Þórólf, né rætt við hann, og því geti hún ekki tjáð sig sérstaklega um það. Ansi margir þurfi þó að smitast til þess að hjarðónæmi við delta-afbrigðinu verði náð. Hún segir að viðkvæmustu hóparnir séu aðeins varðir með því að takmarka hópamyndanir. Því sé eðlilegt að þeir sem geti sinnt vinnu heiman frá geri það. „Og bara takmarka samskipti augliti til auglits eins og hægt er.“ Þá segir hún stöðuna í samfélaginu ekki hafa versnað. „Síðasta vika var svipuð vikunni á undan. Það varð engin sérstök sprenging en delta-veiran virðist valda hraðar einkennum en fyrri afbrigði, þannig að mögulega hefðum við átt að vera farin að sjá í lok vikunnar ef það hefði orðið einhver veruleg útbreiðsla síðustu helgi, en það er ekkert alveg útséð um það.“ Kamilla lýsti í vikunni áhyggjum af stöðunni og sagði að ef ekkert yrði að gert gæti kerfið hreinlega brostið. „Það bara verður að koma í ljós hvort að það verður eða ekki. Vonandi hafði ég rangt fyrir mér.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira