Ekki viss um að hjarðónæmi sé besta leiðin Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. ágúst 2021 19:10 Kamilla segir mikilvægast að vernda viðkvæmustu hópana. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, hefur efasemdir um ágæti þess að reyna að ná fram hjarðónæmi við Delta-afbrigði kórónuveirunnar. Verði það hins vegar stefnan sé mikilvægast að reyna að vernda viðkvæma hópa. „Ég veit ekki endilega hvort það sé rétt að reyna að ná hjarðónæmi en ef það er ekki stefnan að reyna að hafa hemil á þessu að þá verðum við bara að verja viðkvæmustu staðina, stofnanir og fyrirtæki og innviðina hjá okkur,“ segir Kamilla. Hún virðist þar af leiðandi á öndverðum meiði við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, sem sagði í dag að markmiðið ætti ekki lengur að vera útrýming veirunnar, heldur frekar að reyna að ná upp hjarðónæmi – en án þess að spítalakerfið riði til falls. Vernda þurfi viðkvæmustu hópana og að áskorunin nú sé að klára örvunarbólusetningar. Kamilla sagðist ekki hafa lesið viðtalið við Þórólf, né rætt við hann, og því geti hún ekki tjáð sig sérstaklega um það. Ansi margir þurfi þó að smitast til þess að hjarðónæmi við delta-afbrigðinu verði náð. Hún segir að viðkvæmustu hóparnir séu aðeins varðir með því að takmarka hópamyndanir. Því sé eðlilegt að þeir sem geti sinnt vinnu heiman frá geri það. „Og bara takmarka samskipti augliti til auglits eins og hægt er.“ Þá segir hún stöðuna í samfélaginu ekki hafa versnað. „Síðasta vika var svipuð vikunni á undan. Það varð engin sérstök sprenging en delta-veiran virðist valda hraðar einkennum en fyrri afbrigði, þannig að mögulega hefðum við átt að vera farin að sjá í lok vikunnar ef það hefði orðið einhver veruleg útbreiðsla síðustu helgi, en það er ekkert alveg útséð um það.“ Kamilla lýsti í vikunni áhyggjum af stöðunni og sagði að ef ekkert yrði að gert gæti kerfið hreinlega brostið. „Það bara verður að koma í ljós hvort að það verður eða ekki. Vonandi hafði ég rangt fyrir mér.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
„Ég veit ekki endilega hvort það sé rétt að reyna að ná hjarðónæmi en ef það er ekki stefnan að reyna að hafa hemil á þessu að þá verðum við bara að verja viðkvæmustu staðina, stofnanir og fyrirtæki og innviðina hjá okkur,“ segir Kamilla. Hún virðist þar af leiðandi á öndverðum meiði við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, sem sagði í dag að markmiðið ætti ekki lengur að vera útrýming veirunnar, heldur frekar að reyna að ná upp hjarðónæmi – en án þess að spítalakerfið riði til falls. Vernda þurfi viðkvæmustu hópana og að áskorunin nú sé að klára örvunarbólusetningar. Kamilla sagðist ekki hafa lesið viðtalið við Þórólf, né rætt við hann, og því geti hún ekki tjáð sig sérstaklega um það. Ansi margir þurfi þó að smitast til þess að hjarðónæmi við delta-afbrigðinu verði náð. Hún segir að viðkvæmustu hóparnir séu aðeins varðir með því að takmarka hópamyndanir. Því sé eðlilegt að þeir sem geti sinnt vinnu heiman frá geri það. „Og bara takmarka samskipti augliti til auglits eins og hægt er.“ Þá segir hún stöðuna í samfélaginu ekki hafa versnað. „Síðasta vika var svipuð vikunni á undan. Það varð engin sérstök sprenging en delta-veiran virðist valda hraðar einkennum en fyrri afbrigði, þannig að mögulega hefðum við átt að vera farin að sjá í lok vikunnar ef það hefði orðið einhver veruleg útbreiðsla síðustu helgi, en það er ekkert alveg útséð um það.“ Kamilla lýsti í vikunni áhyggjum af stöðunni og sagði að ef ekkert yrði að gert gæti kerfið hreinlega brostið. „Það bara verður að koma í ljós hvort að það verður eða ekki. Vonandi hafði ég rangt fyrir mér.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira