Messi var viss um að hann yrði áfram: „Erfiðasta augnablikið á ferlinum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. ágúst 2021 11:25 Messi gat ekki haldið aftur af tárunum er hann kvaddi Barcelona í dag. Eric Alonso/Getty Images Argentínska fótboltastjarnan Lionel Messi segist hafa gert allt sem hann gat til að vera áfram í herbúðum Barcelona á Spáni en að reglur spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga, hafi gert það að verkum að samningmálin gengu ekki upp. Hann kveður félagið eftir 21 ár í Katalóníu. Messi hélt blaðamannafund í höfuðstöðvum Barcelona í dag þar sem hann útskýrði stöðuna varðandi brottför sína frá félaginu. Samningur hans rann út fyrr í sumar en allt benti til að hann myndi ganga frá nýjum samningi í vikunni. Á fimmtudagskvöld sendi Barcelona hins vegar frá sér tilkynningu þar sem fram kom að Messi væri á förum þar sem samningsmálin gengu ekki upp. Greinilegt var að Messi þykir erfitt að yfirgefa félagið en hann gat ekki haldið aftur af tárunum í upphafi fundar, áður en hann tók til máls. „Ég og fjölskylda mín vorum viss um að við myndum vera áfram hér, heima,“ sagði Messi á fundinum í dag. „Þetta er endir minn hjá þessu félagi og nú mun nýr kafli mun hefjast. Já, þetta er eitt af erfiðustu augnablikum ferils míns. Ég vildi ekki yfirgefa félagið, þetta er félag sem ég elska og þetta er augnablik sem ég bjóst ekki við að kæmi,“ sagði hann enn fremur. Vildi fara í fyrra en vera áfram í ár Messi lagði fram kröfu um að vera seldur síðasta sumar en ekkert varð af því. Hann segist hafa viljað fara í fyrra en í ár vildi hann vera áfram. „Samningsmálin voru afgreidd og allt var klappað og klárt, en á síðustu stundu var ekki hægt að ganga frá því vegna La Liga vandamálsins. Þetta var nákvæmlega eins og Laporta útskýrði þetta. Ég gerði allt sem ég gat til að vera áfram,“ sagði Messi en fjárhagsreglur spænsku deildarinnar, La Liga, hafa gert skuldum vöfnu liði Barcelona erfitt fyrir. „Á síðasta ári vildi ég fara, en í ár vildi ég vera áfram. Þess vegna er ég svo leiður.“ sagði Messi jafnframt. Messi var spurður á fundinum hvort hann hefði gefið stuðningsmönnum Barcelona falska von um að hann yrði áfram. Hann vísar því á bug og segist ávallt hafa verið þess fullviss að hann yrði áfram hjá félaginu. „Falskar vonir? Nei. Við vorum allir þess fullvissir að ég yrði áfram hér. Það var allt frágengið og það var ekkert vandamál. Við vorum alltaf hreinskilnir við fólk, að minnsta kosti frá mér séð.“ sagði Messi sem sagðist vera tilbúinn að taka á sig launalækkun um helming. Það sé hins vegar ekki satt að Barcelona hafi krafið hann um enn frekari launalækkun. „Ég hafði lækkað launin mín um 50% og einskis meira var krafist af mér. Við gerðum allt sem hægt var. Barcelona bað mig ekki um að taka á mig launalækkun um 30% til viðbótar, það er lygi.“ This is the word of Leo #Messi: pic.twitter.com/k0btQ7k1py— FC Barcelona (@FCBarcelona) August 8, 2021 Vill snúa aftur einn daginn Messi er talinn vera á leið til Paris Saint-Germain í Frakklandi en hann vildi ekki staðfesta það á fundinum í dag. Hann sagði liðið vera einn möguleika í stöðunni. Hann segist vilja snúa aftur til Barcelona einn daginn og að hans besta augnablik á ferlinum hafi verið þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið. „Vonandi get ég einn daginn snúið aftur til félagsins, til að leggja mitt af mörkum til að Barça verði áfram besta lið í heimi.“ „Besta augnablikið hér? Það er erfitt að segja. Ég hef upplifað margt hér, en líklega er það þegar ég þreytti frumraun mína. Þá var draumur að rætast. Ég mun aldrei gleyma því augnabliki.“ Í lok fundar stóðu allir viðstaddir upp og klöppuðu fyrir Argentínumanninum. Messi hefur verið hjá Barcelona frá 13 ára aldri en hann gekk í raðir félagsins frá Newell's Old Boys í heimalandinu árið 2000. Messi lék 778 leiki fyrir Barcelona og skoraði í þeim 672 mörk frá 2004 til 2021. Hann vann tíu spænska meistaratitla, spænsku bikarkeppnina og spænska ofurbikarinn sjö sinnum hvort, Meistaradeildina fjórum sinnum og ofurbikar Evrópu og heimsmeistarakeppni félagsliða þrisvar sinnum hvort hjá félaginu. Sex sinnum var hann valinn leikmaður ársins í spænsku deildinni og jafn oft hefur hann verið valinn besti leikmaður heims, fyrst 2009 og síðast 2019. Hér að neðan má sjá upptöku af blaðamannafundinum í morgun. Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Sjá meira
Messi hélt blaðamannafund í höfuðstöðvum Barcelona í dag þar sem hann útskýrði stöðuna varðandi brottför sína frá félaginu. Samningur hans rann út fyrr í sumar en allt benti til að hann myndi ganga frá nýjum samningi í vikunni. Á fimmtudagskvöld sendi Barcelona hins vegar frá sér tilkynningu þar sem fram kom að Messi væri á förum þar sem samningsmálin gengu ekki upp. Greinilegt var að Messi þykir erfitt að yfirgefa félagið en hann gat ekki haldið aftur af tárunum í upphafi fundar, áður en hann tók til máls. „Ég og fjölskylda mín vorum viss um að við myndum vera áfram hér, heima,“ sagði Messi á fundinum í dag. „Þetta er endir minn hjá þessu félagi og nú mun nýr kafli mun hefjast. Já, þetta er eitt af erfiðustu augnablikum ferils míns. Ég vildi ekki yfirgefa félagið, þetta er félag sem ég elska og þetta er augnablik sem ég bjóst ekki við að kæmi,“ sagði hann enn fremur. Vildi fara í fyrra en vera áfram í ár Messi lagði fram kröfu um að vera seldur síðasta sumar en ekkert varð af því. Hann segist hafa viljað fara í fyrra en í ár vildi hann vera áfram. „Samningsmálin voru afgreidd og allt var klappað og klárt, en á síðustu stundu var ekki hægt að ganga frá því vegna La Liga vandamálsins. Þetta var nákvæmlega eins og Laporta útskýrði þetta. Ég gerði allt sem ég gat til að vera áfram,“ sagði Messi en fjárhagsreglur spænsku deildarinnar, La Liga, hafa gert skuldum vöfnu liði Barcelona erfitt fyrir. „Á síðasta ári vildi ég fara, en í ár vildi ég vera áfram. Þess vegna er ég svo leiður.“ sagði Messi jafnframt. Messi var spurður á fundinum hvort hann hefði gefið stuðningsmönnum Barcelona falska von um að hann yrði áfram. Hann vísar því á bug og segist ávallt hafa verið þess fullviss að hann yrði áfram hjá félaginu. „Falskar vonir? Nei. Við vorum allir þess fullvissir að ég yrði áfram hér. Það var allt frágengið og það var ekkert vandamál. Við vorum alltaf hreinskilnir við fólk, að minnsta kosti frá mér séð.“ sagði Messi sem sagðist vera tilbúinn að taka á sig launalækkun um helming. Það sé hins vegar ekki satt að Barcelona hafi krafið hann um enn frekari launalækkun. „Ég hafði lækkað launin mín um 50% og einskis meira var krafist af mér. Við gerðum allt sem hægt var. Barcelona bað mig ekki um að taka á mig launalækkun um 30% til viðbótar, það er lygi.“ This is the word of Leo #Messi: pic.twitter.com/k0btQ7k1py— FC Barcelona (@FCBarcelona) August 8, 2021 Vill snúa aftur einn daginn Messi er talinn vera á leið til Paris Saint-Germain í Frakklandi en hann vildi ekki staðfesta það á fundinum í dag. Hann sagði liðið vera einn möguleika í stöðunni. Hann segist vilja snúa aftur til Barcelona einn daginn og að hans besta augnablik á ferlinum hafi verið þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið. „Vonandi get ég einn daginn snúið aftur til félagsins, til að leggja mitt af mörkum til að Barça verði áfram besta lið í heimi.“ „Besta augnablikið hér? Það er erfitt að segja. Ég hef upplifað margt hér, en líklega er það þegar ég þreytti frumraun mína. Þá var draumur að rætast. Ég mun aldrei gleyma því augnabliki.“ Í lok fundar stóðu allir viðstaddir upp og klöppuðu fyrir Argentínumanninum. Messi hefur verið hjá Barcelona frá 13 ára aldri en hann gekk í raðir félagsins frá Newell's Old Boys í heimalandinu árið 2000. Messi lék 778 leiki fyrir Barcelona og skoraði í þeim 672 mörk frá 2004 til 2021. Hann vann tíu spænska meistaratitla, spænsku bikarkeppnina og spænska ofurbikarinn sjö sinnum hvort, Meistaradeildina fjórum sinnum og ofurbikar Evrópu og heimsmeistarakeppni félagsliða þrisvar sinnum hvort hjá félaginu. Sex sinnum var hann valinn leikmaður ársins í spænsku deildinni og jafn oft hefur hann verið valinn besti leikmaður heims, fyrst 2009 og síðast 2019. Hér að neðan má sjá upptöku af blaðamannafundinum í morgun.
Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Sjá meira