Innlent

27 milljón króna miðar keyptir á Þingeyri og í Varmahlíð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Varmahlíð.
Varmahlíð. Vísir/Vilhelm

Tveir ljónheppnir þátttakendur í Lottóinu skiptu með sér aðalvinningi kvöldsins. Hvor fær 27,4 milljónir í sinn hlut.

Vinningsmiðarnir voru keyptir í Olís í Varmahlíð og í N1 á Þingeyri en 1. vinningur í kvöld var rétt tæpar 55 milljónir króna, að því er segir í tilkynningu frá Íslenskri getspá

Sjö skipta með sér 2. vinningi og fær hver þeirra 116.870 krónur.

Lottótölur kvöldsins voru 5-12-18-25-25 og bónustalan var 8.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.