Stiklan er einungis þrjátíu sekúndna löng en þar sjást samt helstu persónur þáttanna, þau Eleven, Mike, Dustin, Will og Lucas, auk annarra.
Enn og aftur virðist ekki allt með felldu í Hawkins og sömuleiðis í „á hvolfi“ heiminum/víddinni. Það sem stiklan gerir ekki er að gefa okkur vísbendingar um það hvað sé að frétta af fógetanum Jim Hopper.
Framleiðsla þáttaraðarinnar mun hafa verið komin nokkuð á veg þegar faraldur nýju kórónuveirunnar skall á og stöðvaði hana í mars 2020. Tökur hófust þó aftur síðasta haust.
Netflix hefur ekki gefið upp nánari dagsetningu en á næsta ári.