Bíó og sjónvarp

Fjórða þáttaröð Stranger Things sýnd á næsta ári

Samúel Karl Ólason skrifar
Seven virðist í heldi einhverra G-manna.
Seven virðist í heldi einhverra G-manna.

Fjórða þáttaröð Stranger Things verður frumsýnd á næsta ári. Þetta tilkynnti Netflix í dag, samhliða því sem stikla fyrir þáttaröðina var frumsýnd.

Stiklan er einungis þrjátíu sekúndna löng en þar sjást samt helstu persónur þáttanna, þau Eleven, Mike, Dustin, Will og Lucas, auk annarra.

Enn og aftur virðist ekki allt með felldu í Hawkins og sömuleiðis í „á hvolfi“ heiminum/víddinni. Það sem stiklan gerir ekki er að gefa okkur vísbendingar um það hvað sé að frétta af fógetanum Jim Hopper.

Framleiðsla þáttaraðarinnar mun hafa verið komin nokkuð á veg þegar faraldur nýju kórónuveirunnar skall á og stöðvaði hana í mars 2020. Tökur hófust þó aftur síðasta haust.

Netflix hefur ekki gefið upp nánari dagsetningu en á næsta ári.


Tengdar fréttir

Netflix sækir á leikjamarkaðinn

Forsvarsmenn Netflix stefna á að bæta tölvuleikjum við streymisveitu sína á næsta ári. Fyrirtækið hefur ráðið fyrrverandi yfirmann hjá EA Games og Facebook til að stýra verkefninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×