Fótbolti

Ísak Óli og félagar áfram í danska bikarnum eftir stórsigur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ísak Óli og félagar áttu ekki í vandræðum með Bolbro.
Ísak Óli og félagar áttu ekki í vandræðum með Bolbro. Vísir/Bára

Ísak Óli Ólafsson og félagar hans í Esbjerg áttu ekki í neinum vandræðum þegar að liðið heimsótti Bolbro í danska bikarnum í dag. Lokatölur 5-1 sigur Esbjerg.

Charlie Winfield kom Esbjerg yfir eftir 18 mínútna leik áður en Elias Sørensen töfaldaði forystuna tíu mínútum seinna af vítapunktinum.

Sørensen var aftur á ferðinni á 32. mínútu þegar hann kom gestunum í 3-0, og aðeins fjórum mínútum seinna bætti Patrick Schmidt fjórða markinu við.

Staðan var því 4-0 í hálfleik, en heimamenn minnkuðu muninn þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka með marki frá Jonas Nystrup.

Gestirnir gerðu hinsvegar algjörlega út um leikinn um þrem mínútum fyrir leikslok með marki frá Gustav Jensen.

Ísak Óli og félagar eru því komnir áfram í 32-liða úrslit eftir sigurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×