Stjórnendum á Landspítalanum sagt að hætta að svara fjölmiðlum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. ágúst 2021 16:43 Tölvupóstur sem sendur var á stjórnendur Landspítalans í gærkvöldi hefur fengið misjöfn viðbrögð meðal þeirra. Stjórnendur Landspítalans sem telja á þriðja hundrað manns fengu í gærkvöldi tölvupóst frá deildarstjóra samskiptadeildar Landspítalans. Skilaboðin voru skýr. Stjórnendur ættu að beina öllum fyrirspurnum og símtölum frá fjölmiðlum til samskiptasviðs. Fréttastofa fann fyrir því í dag að erfiðar gekk en venjulega að fá svör frá stjórnendum Landspítalans. Þegar leitað var eftir svörum kom í ljós að þeim hafði verið ráðið frá því að svara fjölmiðlum. Stefán Hrafn Hagalín er deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans. Samkvæmt heimildum fréttastofu var tölvupósturinn sendur í gærkvöldi og hafa spunnist töluverðar umræður enda margir stjórnendur ósáttir við tilmælin, sem eru skýr. Öllum fyrirspurnum fjölmiðla, sama hverjum, á að vísa til Stefáns Hrafns Hagalín deildarstjóra samskiptadeildar Landspítalans. Tölvupóstinn í heild má sjá hér að neðan. Þar eru blaðamenn uppnefndir sem „skrattakollar“ og bent á hvers lags símanúmer eigi að varast. „Einnig er hreinskilnislega yfirhöfuð ágætis regla að svara bara alls ekki ekki beinum símtölum fjölmiðla.“ Athygli vekur að tilmælin frá samskiptasviði, sem ekki liggur fyrir hvort komi frá forstjóra Landspítalans eða framkvæmdastjórn, koma á tíma þar sem Landspítalinn er á hættustigi, korter í neyðarstigi að sögn forstjóra Landspítalans sem var ómyrkur í máli á upplýsingafundi almannavarna í dag. Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans.Vísir/Vilhelm Fréttastofa reyndi meðal annars að hafa samband við yfirmenn Covid-göngudeildar Landspítalans í dag. Var vísað á Stefán Hrafn Hagalín í báðum tilfellum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hyggst ekki gefa kost á viðtali vegna málsins. Skilaboðin til stjórnenda Landspítalans eru skýr. Hættið að svara fjölmiðlum og vísið erindum til samskiptasviðs.Vísir/Vilhelm Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hefur þetta um málið að segja: „Stjórnendur Landspítalans hafa staðið sig frábærlega við upplýsingagjöf til almennings, sem hefur aukið skilning fólks á kórónuveirunni og aðgerðum stjórnvalda undanfarið eitt og hálft ár. Það er óskiljanlegt ef spítalinn ætlar nú, þegar við stöndum á krossgötum í heimsfaraldrinum, að múlbinda marga af helstu sérfræðingum þjóðarinnar. Með því er hann beinlínis að skrúfa fyrir upplýsingaflæði til almennings á versta tíma.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Tölvupósturinn í heild sinni Góða kvöldið, kæru stjórnendur! Við erum aðeins að lenda í því í faraldrinum að fjölmiðlar hafa komist yfir símanúmer stjórnenda og eru að hringja í þá beint með fyrirspurnir. Stundum eru þetta einfaldar og auðsvaraðar beiðnir um upplýsingar og stöðu, en oftar en ekki flóknar fyrirspurnir um viðkvæm málefni sem krefjast yfirlegu. Þið standið ykkur auðvitað frábærlega í öllum ykkar svörum, hartnær undantekningalaust, og auðvitað svarið þið alltaf eftir bestu vitund og oft til að létta af öðrum þeirri kvöð. En með þessu móti tapið þið að sjálfsögðu bæði hvíld (þessir skrattakollar hringja 24/7) og spítalinn allri yfirsýn og stefnufestu. Við fáum 5-10 fyrirspurnir til ykkar daglega með þessum hætti og annað eins kemur til mín beint. Safnast þegar saman kemur! Ég vil því biðja ykkur að vísa alltaf og öllum fyrirspurnum fjölmiðla – sama hverjum -- á mig og ég útdeili þeim síðan aftur á þau ykkar sem eru til svara og laus hverju sinni. Einnig er hreinskilnislega yfirhöfuð ágætis regla að svara bara alls ekki ekki beinum símtölum fjölmiðla (Mogginn er 569…, RÚV er 512… osfrv, þið kunnið þetta). Blaðamenn og fjölmiðlar vita ALLIR algjörlega 100% hvert þau eiga og geta leitað þegar þið svarið ekki beint, ekki hafa áhyggjur af neinu öðru. Þetta gildir sérstaklega um þau ykkar sem standa næst stjórn mála í faraldrinum og þurfið kannski mest á hvíld að halda. Nú skulið þið hvíla ykkur. Baráttukveðjur, -Stefán Hrafn Fjölmiðlar Landspítalinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Fréttastofa fann fyrir því í dag að erfiðar gekk en venjulega að fá svör frá stjórnendum Landspítalans. Þegar leitað var eftir svörum kom í ljós að þeim hafði verið ráðið frá því að svara fjölmiðlum. Stefán Hrafn Hagalín er deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans. Samkvæmt heimildum fréttastofu var tölvupósturinn sendur í gærkvöldi og hafa spunnist töluverðar umræður enda margir stjórnendur ósáttir við tilmælin, sem eru skýr. Öllum fyrirspurnum fjölmiðla, sama hverjum, á að vísa til Stefáns Hrafns Hagalín deildarstjóra samskiptadeildar Landspítalans. Tölvupóstinn í heild má sjá hér að neðan. Þar eru blaðamenn uppnefndir sem „skrattakollar“ og bent á hvers lags símanúmer eigi að varast. „Einnig er hreinskilnislega yfirhöfuð ágætis regla að svara bara alls ekki ekki beinum símtölum fjölmiðla.“ Athygli vekur að tilmælin frá samskiptasviði, sem ekki liggur fyrir hvort komi frá forstjóra Landspítalans eða framkvæmdastjórn, koma á tíma þar sem Landspítalinn er á hættustigi, korter í neyðarstigi að sögn forstjóra Landspítalans sem var ómyrkur í máli á upplýsingafundi almannavarna í dag. Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans.Vísir/Vilhelm Fréttastofa reyndi meðal annars að hafa samband við yfirmenn Covid-göngudeildar Landspítalans í dag. Var vísað á Stefán Hrafn Hagalín í báðum tilfellum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hyggst ekki gefa kost á viðtali vegna málsins. Skilaboðin til stjórnenda Landspítalans eru skýr. Hættið að svara fjölmiðlum og vísið erindum til samskiptasviðs.Vísir/Vilhelm Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hefur þetta um málið að segja: „Stjórnendur Landspítalans hafa staðið sig frábærlega við upplýsingagjöf til almennings, sem hefur aukið skilning fólks á kórónuveirunni og aðgerðum stjórnvalda undanfarið eitt og hálft ár. Það er óskiljanlegt ef spítalinn ætlar nú, þegar við stöndum á krossgötum í heimsfaraldrinum, að múlbinda marga af helstu sérfræðingum þjóðarinnar. Með því er hann beinlínis að skrúfa fyrir upplýsingaflæði til almennings á versta tíma.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Tölvupósturinn í heild sinni Góða kvöldið, kæru stjórnendur! Við erum aðeins að lenda í því í faraldrinum að fjölmiðlar hafa komist yfir símanúmer stjórnenda og eru að hringja í þá beint með fyrirspurnir. Stundum eru þetta einfaldar og auðsvaraðar beiðnir um upplýsingar og stöðu, en oftar en ekki flóknar fyrirspurnir um viðkvæm málefni sem krefjast yfirlegu. Þið standið ykkur auðvitað frábærlega í öllum ykkar svörum, hartnær undantekningalaust, og auðvitað svarið þið alltaf eftir bestu vitund og oft til að létta af öðrum þeirri kvöð. En með þessu móti tapið þið að sjálfsögðu bæði hvíld (þessir skrattakollar hringja 24/7) og spítalinn allri yfirsýn og stefnufestu. Við fáum 5-10 fyrirspurnir til ykkar daglega með þessum hætti og annað eins kemur til mín beint. Safnast þegar saman kemur! Ég vil því biðja ykkur að vísa alltaf og öllum fyrirspurnum fjölmiðla – sama hverjum -- á mig og ég útdeili þeim síðan aftur á þau ykkar sem eru til svara og laus hverju sinni. Einnig er hreinskilnislega yfirhöfuð ágætis regla að svara bara alls ekki ekki beinum símtölum fjölmiðla (Mogginn er 569…, RÚV er 512… osfrv, þið kunnið þetta). Blaðamenn og fjölmiðlar vita ALLIR algjörlega 100% hvert þau eiga og geta leitað þegar þið svarið ekki beint, ekki hafa áhyggjur af neinu öðru. Þetta gildir sérstaklega um þau ykkar sem standa næst stjórn mála í faraldrinum og þurfið kannski mest á hvíld að halda. Nú skulið þið hvíla ykkur. Baráttukveðjur, -Stefán Hrafn
Tölvupósturinn í heild sinni Góða kvöldið, kæru stjórnendur! Við erum aðeins að lenda í því í faraldrinum að fjölmiðlar hafa komist yfir símanúmer stjórnenda og eru að hringja í þá beint með fyrirspurnir. Stundum eru þetta einfaldar og auðsvaraðar beiðnir um upplýsingar og stöðu, en oftar en ekki flóknar fyrirspurnir um viðkvæm málefni sem krefjast yfirlegu. Þið standið ykkur auðvitað frábærlega í öllum ykkar svörum, hartnær undantekningalaust, og auðvitað svarið þið alltaf eftir bestu vitund og oft til að létta af öðrum þeirri kvöð. En með þessu móti tapið þið að sjálfsögðu bæði hvíld (þessir skrattakollar hringja 24/7) og spítalinn allri yfirsýn og stefnufestu. Við fáum 5-10 fyrirspurnir til ykkar daglega með þessum hætti og annað eins kemur til mín beint. Safnast þegar saman kemur! Ég vil því biðja ykkur að vísa alltaf og öllum fyrirspurnum fjölmiðla – sama hverjum -- á mig og ég útdeili þeim síðan aftur á þau ykkar sem eru til svara og laus hverju sinni. Einnig er hreinskilnislega yfirhöfuð ágætis regla að svara bara alls ekki ekki beinum símtölum fjölmiðla (Mogginn er 569…, RÚV er 512… osfrv, þið kunnið þetta). Blaðamenn og fjölmiðlar vita ALLIR algjörlega 100% hvert þau eiga og geta leitað þegar þið svarið ekki beint, ekki hafa áhyggjur af neinu öðru. Þetta gildir sérstaklega um þau ykkar sem standa næst stjórn mála í faraldrinum og þurfið kannski mest á hvíld að halda. Nú skulið þið hvíla ykkur. Baráttukveðjur, -Stefán Hrafn
Fjölmiðlar Landspítalinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira