Skimun bólusettra landsmanna á landamærum til skoðunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. ágúst 2021 13:58 Katrín Jakobsdóttir segist merkja þreytu hjá landanum eftir átján mánaða faraldur. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að eitt af því sem sé til skoðunar í augnablikinu sé tillaga sóttvarnalæknis um skimun bólusettra einstaklinga á landamærum sem búsettir eru hér á landi. Lagaheimildir í þeim efnum þurfi að vera skýrar. Hún merkir mikla þreytu hjá landanum eftir átján mánaða faraldur og aðgerðir honum tengdum. Katrín sótti ríkisráðsfund á Bessastaði í morgun ásamt ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Hún segist undanfarið hafa fundað með ýmsum aðilum vegna faraldursins og þeim fundarhöldum sé ekki lokið. Klippa: Katrín Jakobsdóttir um skimun á landamærum „Við höfum verið að funda með sérfræðingum á sviði heilbrigðisvísinda og faraldsfræði, aðilum í skólakerfinu, menningaraðilum, íþróttalífinu, atvinnurekendum, fulltrúum launafólks og svo sérfræðingum á sviði lögfræði í morgun,“ segir Katrín. Framundan séu fundir í dag með fulltrúum Landspítalans og fleiri aðilum sem byggja upp mikilvæga innviði í heilbrigðiskerfinu. Áhyggjufullt þríeyki á fundi dagsins Páll Matthíasson forstjóri Landspítala, Kamilla Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis og Víðir Reynisson lýstu miklum áhyggjum sínum á upplýsingafundi almannavarna í dag af því hvað gæti gerst í samfélaginu hérlendis fái faraldurinn að fara sína leið án aðgerða. Í stuttu máli myndi Landspítalinn ekki ráða við fjölda nauðsynlegra innlagna og kerfið brotna sem myndi hafa langtíma afleiðingar. „Auðvitað er samfélagið langþreytt eftir átján mánuði af herðingum og afléttingum,“ sagði Katrín í viðtali við Sunnu Sæmundsdóttur á Bessastöðum í hádeginu í dag. „Skilaboðin sem við erum að fá er að ef það er hægt að tryggja aukinn fyrirsjáanleika, aukinn varanleika í aðgerðum, þá er það fólki dýrmætt.“ Nú sé verið að reyna að greina þá breyting sem hafi orðið í samfélaginu með háu hlutfalli bólusettra og þá staðreynd að bóluefnin veita góða vörn gegn alvarlegum veikindum. Hvort það geti stuðlað að sem eðlilegustum gangi í samfélaginu á sama tíma og líf og heilsa allra landsmanna sé tryggð með sem bestum hætti. Tryggja lagalega heimild Katrín telur að viðfangsefnið, faraldurinn og afleiðingar hans, verði til staðar næstu mánuði og misseri. Aðgerðir á landamærum séu til umræðu. „Eitt af því sem er verið að ræða er tillaga sóttvarnalæknis um skimun þeirra sem eru bólusettir og búsettir hér á landi,“ segir Katrín. Lagaleg umgjörð í kringum slíka skimun sé til skoðunar. Þær þurfi að vera skýrar. Reglulegur ríkisstjórnarfundur verður í Ráðherrabústaðnum Tjarnargötu á morgun, föstudag. „Málin verða að sjálfsögðu til umræðu á ríkisstjórnarfundi á morgun,“ segir Katrín. Núverandi aðgerðir eru í gildi til 13. ágúst en hún vill ekki segja til um hvenær næstu aðgerðir verða kynntar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Sjá meira
Katrín sótti ríkisráðsfund á Bessastaði í morgun ásamt ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Hún segist undanfarið hafa fundað með ýmsum aðilum vegna faraldursins og þeim fundarhöldum sé ekki lokið. Klippa: Katrín Jakobsdóttir um skimun á landamærum „Við höfum verið að funda með sérfræðingum á sviði heilbrigðisvísinda og faraldsfræði, aðilum í skólakerfinu, menningaraðilum, íþróttalífinu, atvinnurekendum, fulltrúum launafólks og svo sérfræðingum á sviði lögfræði í morgun,“ segir Katrín. Framundan séu fundir í dag með fulltrúum Landspítalans og fleiri aðilum sem byggja upp mikilvæga innviði í heilbrigðiskerfinu. Áhyggjufullt þríeyki á fundi dagsins Páll Matthíasson forstjóri Landspítala, Kamilla Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis og Víðir Reynisson lýstu miklum áhyggjum sínum á upplýsingafundi almannavarna í dag af því hvað gæti gerst í samfélaginu hérlendis fái faraldurinn að fara sína leið án aðgerða. Í stuttu máli myndi Landspítalinn ekki ráða við fjölda nauðsynlegra innlagna og kerfið brotna sem myndi hafa langtíma afleiðingar. „Auðvitað er samfélagið langþreytt eftir átján mánuði af herðingum og afléttingum,“ sagði Katrín í viðtali við Sunnu Sæmundsdóttur á Bessastöðum í hádeginu í dag. „Skilaboðin sem við erum að fá er að ef það er hægt að tryggja aukinn fyrirsjáanleika, aukinn varanleika í aðgerðum, þá er það fólki dýrmætt.“ Nú sé verið að reyna að greina þá breyting sem hafi orðið í samfélaginu með háu hlutfalli bólusettra og þá staðreynd að bóluefnin veita góða vörn gegn alvarlegum veikindum. Hvort það geti stuðlað að sem eðlilegustum gangi í samfélaginu á sama tíma og líf og heilsa allra landsmanna sé tryggð með sem bestum hætti. Tryggja lagalega heimild Katrín telur að viðfangsefnið, faraldurinn og afleiðingar hans, verði til staðar næstu mánuði og misseri. Aðgerðir á landamærum séu til umræðu. „Eitt af því sem er verið að ræða er tillaga sóttvarnalæknis um skimun þeirra sem eru bólusettir og búsettir hér á landi,“ segir Katrín. Lagaleg umgjörð í kringum slíka skimun sé til skoðunar. Þær þurfi að vera skýrar. Reglulegur ríkisstjórnarfundur verður í Ráðherrabústaðnum Tjarnargötu á morgun, föstudag. „Málin verða að sjálfsögðu til umræðu á ríkisstjórnarfundi á morgun,“ segir Katrín. Núverandi aðgerðir eru í gildi til 13. ágúst en hún vill ekki segja til um hvenær næstu aðgerðir verða kynntar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Sjá meira