„Það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. ágúst 2021 11:51 Fundurinn varð mjög þungur þegar leið á seinni hlutann og ljóst að sérfræðingarnir hafa verulegar áhyggjur af stöðu mála. Vísir/Vilhelm Innviðir munu að óbreyttu bresta og það dugir ekki að sitja hjá aðgerðalaus. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, og Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. Þríeykið var spurt að því hvort það væri raunhæft að sjá daglegar greiningar verða hátt í 200 þegar áhrif verslunarmannahelgarinnar kæmu að fullu fram; hvort menn væru tilbúnir til að láta bylgjuna ganga yfir sig og vona hið besta varðandi alvarleg veikindi. Kamilla sagði ljóst að ef það gerðist myndu þau kerfi sem þjóðin hefur reitt sig á bresta. Rakning yrði ómöguleg, sem myndi gera það að verkum að fólk væri ekki sent í sóttkví, fleiri myndu smitast, fleiri þurfa að fara í einangrun, alvarlegum veikindum fjölga og fleiri leggjast inn á Landspítalann. Sagði hún mögulegt að Íslendingar stæðu þá frammi fyrir þeirri stöðu sem upp hefði komið annars staðar að spítalar gætu ekki tekið við fleiri sjúklingum og að veikir einstaklingar fengju ekki nauðsynlega aðstoð. Páll sagði tvennt í stöðunni; að beita sóttvarnaaðgerðum eða láta faraldurinn geisa. Í seinna tilvikinu myndi spítalinn líklega ekki ráða við álagið. Ná þyrfti tökum á ástandinu umsvifalaust og í kjölfarið „hækka byrðinginn“ í heilbrigðiskerfinu. Kerfishrun hefði alvarlegar langtímaafleiðingar í för með sér Víðir sagði oft hafa verið rætt um langtímaáhrif faraldursins, til dæmis á efnahagslífið og lýðheilsu. Það sem hefði ekki verið nefnt væru þær afleiðingar sem það gæti haft ef þau kerfi sem landsmenn treystu á myndu bresta og ekki yrði hægt að veita þá þjónustu og tryggja það öryggi sem væri nauðsynlegt. Slíkt gæti haft afar skaðvænleg áhrif til langs tíma. Víðir sagði vinnu í gangi við að marka stefnuna til framtíðar en á sama tíma og við þyrftum að ákveða hvernig við ætluðum að lifa með veirunni þyrfti að takast á við ástandið sem væri uppi í dag. „Og það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun,“ sagði hann en ekki mátti ráða annað af máli sérfræðinganna en að þau hvettu stjórnvöld til að grípa til tafarlausra aðgerða. Voru Kamilla og Víðir meðal annars á einu máli um að skimun á landamærunum væri fyrsta vörnin gegn veirunni. Víðir sagði ekkert annað í boði en að halda áfram veginn og lagði þunga áherslu á mikilvægi samstöðunnar, óháð því til hvaða aðgerða yrði gripið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Þríeykið var spurt að því hvort það væri raunhæft að sjá daglegar greiningar verða hátt í 200 þegar áhrif verslunarmannahelgarinnar kæmu að fullu fram; hvort menn væru tilbúnir til að láta bylgjuna ganga yfir sig og vona hið besta varðandi alvarleg veikindi. Kamilla sagði ljóst að ef það gerðist myndu þau kerfi sem þjóðin hefur reitt sig á bresta. Rakning yrði ómöguleg, sem myndi gera það að verkum að fólk væri ekki sent í sóttkví, fleiri myndu smitast, fleiri þurfa að fara í einangrun, alvarlegum veikindum fjölga og fleiri leggjast inn á Landspítalann. Sagði hún mögulegt að Íslendingar stæðu þá frammi fyrir þeirri stöðu sem upp hefði komið annars staðar að spítalar gætu ekki tekið við fleiri sjúklingum og að veikir einstaklingar fengju ekki nauðsynlega aðstoð. Páll sagði tvennt í stöðunni; að beita sóttvarnaaðgerðum eða láta faraldurinn geisa. Í seinna tilvikinu myndi spítalinn líklega ekki ráða við álagið. Ná þyrfti tökum á ástandinu umsvifalaust og í kjölfarið „hækka byrðinginn“ í heilbrigðiskerfinu. Kerfishrun hefði alvarlegar langtímaafleiðingar í för með sér Víðir sagði oft hafa verið rætt um langtímaáhrif faraldursins, til dæmis á efnahagslífið og lýðheilsu. Það sem hefði ekki verið nefnt væru þær afleiðingar sem það gæti haft ef þau kerfi sem landsmenn treystu á myndu bresta og ekki yrði hægt að veita þá þjónustu og tryggja það öryggi sem væri nauðsynlegt. Slíkt gæti haft afar skaðvænleg áhrif til langs tíma. Víðir sagði vinnu í gangi við að marka stefnuna til framtíðar en á sama tíma og við þyrftum að ákveða hvernig við ætluðum að lifa með veirunni þyrfti að takast á við ástandið sem væri uppi í dag. „Og það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun,“ sagði hann en ekki mátti ráða annað af máli sérfræðinganna en að þau hvettu stjórnvöld til að grípa til tafarlausra aðgerða. Voru Kamilla og Víðir meðal annars á einu máli um að skimun á landamærunum væri fyrsta vörnin gegn veirunni. Víðir sagði ekkert annað í boði en að halda áfram veginn og lagði þunga áherslu á mikilvægi samstöðunnar, óháð því til hvaða aðgerða yrði gripið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira