Innlent

Guð­mundur Auðuns­son leiðir lista Sósíal­ista í Suður­kjör­dæmi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Listi Sósíalistaflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar hefur verið kynntur.
Listi Sósíalistaflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar hefur verið kynntur. Sósíalistaflokkurinn

Sósíalistaflokkurinn hefur skipað framboðslista sinn í Suðurkjördæmi. Guðmundur Auðunsson hagfræðingur skipar fyrsta sætið en hann hefur starfað í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins síðastliðin tvö ár samkvæmt tilkynningu frá flokknum.

Birna Eik Benediktsdóttir framhaldsskólakennari verður í öðru sæti og Ástþór Jón Ragnheiðarson þjálfari og varaformaður ASÍ-UNG verður í þriðja sæti í Suðurkjördæmi hjá Sósíalistaflokknum.

Fjórða sæti skipar Arna Þórdís Árnadóttir, vekefnastjóri og móðir en hún hefur verið virk í flokknum síðan í byrjun árs 2019. Fimmta sæti á listanum skipar Unnar Rán Reynisdóttir, hársnyrtir, hársnyrtikennari og móðir. 

Listann í heild sinni má sjá hér að neðan.

  1. Guðmundur Auðunsson, stjórnmálahagfræðingur 
  2. Birna Eik Benediksdóttir, framhaldsskólakennari
  3. Ástþór Jón Ragnheiðarson, þjálfari og varaformaður ASÍ-UNG 
  4. Arna Þórdís Árnadóttir, verkefnastjóri
  5. Unnur Rán Reynisdóttir, hárgsnyrtimeistari og -kennari
  6. Þórbergur Torfason, sjómaður
  7. Einar Már Atlason, sölumaður 
  8. Þórdís Bjarnleifsdóttir, nemi
  9. Arngrímur Jónsson, sjómaður 
  10. Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, bifreiðastjóri
  11. Bjartey Hermannsdóttir, móttökuritari 
  12. Pawel Adam Lopatka, landvörður
  13. Sigurður Erlends Guðbjargarson, rafíþróttaþjálfari 
  14. Þórdís Guðbjartsdóttir, öryrki
  15. Kári Jónsson, verkamaður 
  16. Bergljót Davíðsdóttir, blaðamaður
  17. Elínborg Steinunnardóttir, öryrki 
  18. Stefán Helgi Helgason, atvinnurekandi
  19. Finnbjörg Guðmundsdóttir, eftirlaunakona 
  20. Viðar Steinarsson, bóndi


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×