Innlent

Svona var 188. upp­lýsinga­fundurinn vegna kórónu­veirunnar

Heimir Már Pétursson skrifar
Þetta verður annar upplýsingafundur vikunnar.
Þetta verður annar upplýsingafundur vikunnar. Vísir/Vilhelm

Ísland fer að öllum líkindum á rauðan lista Sóttvarnastofnunar Evrópu í dag vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi undanfarnar vikur. Kortið miðar við nýgengi smita hér á landi en flesti ríki Evrópu styðjast við sínar eigin skilgreiningar varðandi komu til landsins.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis verða með upplýsingafund klukkan 11. 

Kamilla S. Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnarlæknis og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans verður einnig á fundinum og fer hann yfir stöðuna á Landspítalanum vegna COVID-19. 

Fundurinn verður í beinni útsendingu að venju í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi, hér Vísi og í textalýsingu að neðan.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Alla fyrri upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis vegna faraldurs kórónuveirunnar má sjá á sérstakri undirsíðu Vísis. Smellið hér.

Uppfært: Fundinum er nú lokið en hér að neðan má sjá upptöku af honum í heild sinni.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.