Innlent

Handtekinn fyrir líkamsárás, eignaspjöll og þjófnað

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi mann á veitingastað í Árbæ sem grunaður er um líkamsárás, eignaspjöll og þjófnað. Maðurinn var í annarlegu ástandi við handtöku og var vistaður í fangageymslu.

Lögregla sinnti einnig útkalli vegna ökumanns vespu sem ók á ljósastaur og kyrrstæða bifreið þannig að greinilega sá á. Lét hann sig hverfa af vettvangi. Atvikið átti sér stað í Háaleitis- og Bústaðahverfi.

Þá var kona flutt á Landspítala með sjúkrabíl eftir að hafa dottið af reiðhjóli á Seltjarnarnesi. Hlaut hún áverka í andliti og á hendi.

Tveir voru stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum og aðrir tveir fyrir of hraðan akstur. Annar þeirra reyndist 17 ára og var málið afgreitt í samráði við forráðamann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×