Innlent

Boða til upp­lýsinga­fundar á morgun

Eiður Þór Árnason skrifar
Kamilla S. Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnarlæknis, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, munu fara yfir stöðu mála.
Kamilla S. Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnarlæknis, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, munu fara yfir stöðu mála. Vísir/Sigurjón

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar á morgun klukkan 11.

Á fundinum fara Kamilla S. Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnarlæknis, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, yfir stöðu mála varðandi framgang Covid-19 faraldursins hér á landi. Einnig verður Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á fundinum og fer hann yfir stöðuna á Landspítalanum.

Alls greindust 116 einstaklingar smitaðir af Covid-19 innanlands í gær og 108 á mánudag. Meirihluti þeirra voru fullbólusettir og utan sóttkvíar við greiningu. 

Hægt verður að fylgjast með fundinum á morgun í beinni útsendingu og textalýsingu hér á Vísi.

Tveir lagðir inn á gjörgæslu í dag

Þrír sjúklingar liggja nú á gjörgæsludeild Landspítalans með Covid-19 eftir að tveir voru lagðir beint þangað inn síðdegis í dag. Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, sagði í samtali við Vísi nú í kvöld að ekki sjái enn fyrir toppinn á núverandi bylgju faraldursins og að hún geti jafnvel orðið enn hressilegri en spálíkön gera ráð fyrir.

Alls eru nú átján á Landspítalanum smitaðir af Covid-19, fimmtán á smitsjúkdómadeild og þrír á gjörgæslu. Páll sagði ljóst að Landspítalinn eigi í alvarlegum vanda, ekki síst vegna þess hversu hratt bylgjan vex nú.


Tengdar fréttir

Hundrað og sextán greindust smitaðir í gær

Alls greindust 116 smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Enn fjölgar í einangrun þar sem eru nú 1329 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Þá er 1941 í sóttkví.

Tveir lagðir beint inn á gjörgæslu og ekki sér fyrir topp bylgjunnar

Þrír sjúklingar liggja nú á gjörgæsludeild Landspítalans með Covid-19 eftir að tveir voru lagðir beint þangað inn síðdegis í dag. Forstjóri spítalans, segir ekki sjái enn fyrir toppinn á núverandi bylgju faraldursins og að hann geti jafnvel orðið enn hressilegri en spálíkön gera ráð fyrir vegna lítilla takmarkana.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×