Ísland í næsthæsta áhættuflokk hjá CDC Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. ágúst 2021 08:03 Bandaríkjamenn hafa verið duglegir að ferðast til Íslands í sumar. Vísir/Vilhelm Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur sett Ísland í næsthæsta áhættuflokk á ferðaráðssíðu stofnunarinnar. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er ráðið frá því að ferðast til Íslands. Ísland hefur verið í næstlægsta áhættuflokki hjá stofnuninni þar sem útbreiðsla Covid-19 hér á landi var metin lítil. Eftir því sem smituðum hefur fjölgað hér á landi hefur fjórtán daga nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa hins vegar rokið upp, og hefur það aldrei verið hærra. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna uppfærði ferðaráð sín með tilliti til Íslands á mánudaginn. Er Ísland nú á stigi þrjú, sem metið er sem næsthæsti áhættuflokkurinn. Metur stofnunin það sem svo að útbreiðsla Covid-19 sé mikil á Íslandi. Það sem helst breytist með hinni nýju áhættuflokkun Íslands er að óbólusettum ferðalöngum frá Bandaríkjunum er eindregið ráðið frá því að ferðast til Íslands. Áfram er Bandaríkjamönnum ráðlagt að vera fullbólusettir áður en þeir ferðast til Íslands, en sú ráðlegging var einnig í gildi áður. Sóttvarnarstofnunin varar hins vegar því að vegna mikillar útbreiðslu Covid-19 hér á landi séu allir ferðalangar í hættu á að smitast komi þeir til Íslands. Auk þess eru ferðalangar hvattir til þess að fylgja reglum um samkomutakmarkanir á Íslandi, þar á meðal að ganga um með grímu þegar við á og tryggja tveggja metra fjarlægð. Bandarískir ferðamenn hafa streymt hingað til lands í sumar. Komið hefur fram að þeir Bandaríkjamenn sem hingað hafi komið séu nær allir bólusettir. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Bólusetningar Tengdar fréttir Ísland er appelsínugult á nýju korti Ísland er appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu sem gefið var út rétt í þessu. 29. júlí 2021 11:31 „Löngunin til að vera á Íslandi sterkari en svo að ég láti enn eitt prófið hindra það“ Undirbúningur að hertum aðgerðum á landamærunum sem taka gildi á mánudaginn stendur nú yfir á Keflavíkurflugvelli. Ferðamenn sem komu hingað til lands í dag telja ólíklegt að krafan um neikvætt próf við Covid-19 hefði komið í veg fyrir ferðalag þeirra hingað, hefðu hinar nýju reglur verið í gildi í dag. 20. júlí 2021 19:23 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Ísland hefur verið í næstlægsta áhættuflokki hjá stofnuninni þar sem útbreiðsla Covid-19 hér á landi var metin lítil. Eftir því sem smituðum hefur fjölgað hér á landi hefur fjórtán daga nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa hins vegar rokið upp, og hefur það aldrei verið hærra. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna uppfærði ferðaráð sín með tilliti til Íslands á mánudaginn. Er Ísland nú á stigi þrjú, sem metið er sem næsthæsti áhættuflokkurinn. Metur stofnunin það sem svo að útbreiðsla Covid-19 sé mikil á Íslandi. Það sem helst breytist með hinni nýju áhættuflokkun Íslands er að óbólusettum ferðalöngum frá Bandaríkjunum er eindregið ráðið frá því að ferðast til Íslands. Áfram er Bandaríkjamönnum ráðlagt að vera fullbólusettir áður en þeir ferðast til Íslands, en sú ráðlegging var einnig í gildi áður. Sóttvarnarstofnunin varar hins vegar því að vegna mikillar útbreiðslu Covid-19 hér á landi séu allir ferðalangar í hættu á að smitast komi þeir til Íslands. Auk þess eru ferðalangar hvattir til þess að fylgja reglum um samkomutakmarkanir á Íslandi, þar á meðal að ganga um með grímu þegar við á og tryggja tveggja metra fjarlægð. Bandarískir ferðamenn hafa streymt hingað til lands í sumar. Komið hefur fram að þeir Bandaríkjamenn sem hingað hafi komið séu nær allir bólusettir.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Bólusetningar Tengdar fréttir Ísland er appelsínugult á nýju korti Ísland er appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu sem gefið var út rétt í þessu. 29. júlí 2021 11:31 „Löngunin til að vera á Íslandi sterkari en svo að ég láti enn eitt prófið hindra það“ Undirbúningur að hertum aðgerðum á landamærunum sem taka gildi á mánudaginn stendur nú yfir á Keflavíkurflugvelli. Ferðamenn sem komu hingað til lands í dag telja ólíklegt að krafan um neikvætt próf við Covid-19 hefði komið í veg fyrir ferðalag þeirra hingað, hefðu hinar nýju reglur verið í gildi í dag. 20. júlí 2021 19:23 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Ísland er appelsínugult á nýju korti Ísland er appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu sem gefið var út rétt í þessu. 29. júlí 2021 11:31
„Löngunin til að vera á Íslandi sterkari en svo að ég láti enn eitt prófið hindra það“ Undirbúningur að hertum aðgerðum á landamærunum sem taka gildi á mánudaginn stendur nú yfir á Keflavíkurflugvelli. Ferðamenn sem komu hingað til lands í dag telja ólíklegt að krafan um neikvætt próf við Covid-19 hefði komið í veg fyrir ferðalag þeirra hingað, hefðu hinar nýju reglur verið í gildi í dag. 20. júlí 2021 19:23