Innlent

Til skoðunar að gefa þriðja skammtinn

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Viðkvæmir hópar munu að líkindum þurfa þriðja bóluefnaskammtinn, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún segir að ekki sé komin tímasetning á hvenær þær bólusetningar hefjast.
Viðkvæmir hópar munu að líkindum þurfa þriðja bóluefnaskammtinn, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún segir að ekki sé komin tímasetning á hvenær þær bólusetningar hefjast. Vísir/Vilhelm

Til skoðunar er að gefa þriðja bóluefnaskammtinn, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Um verður að ræða svokallaðan örvunarskammt og sérstaklega verður horft til viðkvæmra hópa.

„Þar erum við að horfa á eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. En það er enn til skoðunar og liggur ekki fyrir endanleg ákvörðun um hvernig það verður afmarkað,“ segir Katrín. Þá segir hún tímasetningu ekki liggja fyrir.

Endurbólusetning með bóluefni Janssen hófst í dag og voru kennarar og starfsfólk skóla í forgangi. Þá er stefnt að því að ljúka öllum endurbólusetningum með Janssen fyrir 20. ágúst. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fólk hafa tekið nokkuð vel í að koma í annan skammt bólusetningarinnar, þó upphaflega hafi skammturinn aðeins átt að vera einn.

„Fólk tekur þessu ótrúlega vel. Það var alveg viðbúið að það yrði svolítið svekkelsi, af því að einn skammtur myndi ekki duga en fólk tekur þessu ótrúlega vel og ætlar greinilega bara að græja þetta, og gera þetta,“ segir hún.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.