Innlent

Þrír laumufarþegar um borð í skipi Eimskips

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Sundahöfn. Ekki liggur fyrir hvaðan laumufarþegarnir eru.
Frá Sundahöfn. Ekki liggur fyrir hvaðan laumufarþegarnir eru. Vísir/Vilhelm

Lögregluþjónar handtóku þrjá menn sem komu sem laumufarþegar um borð í skipi Eimskips frá Danmörku í dag. Mennirnir hafa verið færðir í fangaklefa.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu segir að mennirnir muni fara í sýnatöku fyrir Covid-19.

Í síðasta mánuði fundust fjórir laumufarþegar um borð í skipi sem kom til hafnar í Straumsvík. Þeir voru taldir hafa komið um borð í Senegal.

Sjá einnig: Fjórir laumu­far­þegar fluttir í sótt­varna­hús

Í dagbók lögreglu segir einnig að tilkynnt hafi verið um innbrot í bíl í hverfi 105 í dag. Annars hafi ekkert sem lögreglan telji fréttnæmt átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.