Fótbolti

Jón Dagur spilaði í tapi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jón Dagur Þorsteinsson AGF
Jón Dagur Þorsteinsson AGF Jan Christensen / FrontzoneSport via Getty Images

Jón Dagur Þorsteinsson og félagar í AGF eru án sigurs í fyrstu þremur umferðum dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Jón Dagur var í byrjunarliði AGF þegar liðið fékk Randers í heímsókn í dag.

Randers komst yfir um miðbik fyrri hálfleiks en AGF náði að jafna í upphafi síðari hálfleiks. Randers var fljótt að taka forystuna aftur og var staðan 1-2 fyrir Randers þegar Jóni var skipt af velli á 72.mínútu.

Ekki voru fleiri mörk skoruð og lokatölur því 1-2 fyrir Randers. AGF gerði jafntefli í tveimur fyrstu umferðum mótsins og eru því með tvö stig eftir þrjár umferðir.

Stefán Teitur Þórðarson lék síðari hálfleikinn í markalausu jafntefli Silkeborgar og AaB í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.