Fundu síma og tækjabúnað Johns Snorra Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 31. júlí 2021 17:11 Talið er að John Snorri og félagar hafi náð toppnum á K2 en látist á leið sinni niður. Búist er við því að efni tækjabúnaðarins muni geta staðfest það. ELIA SAIKALY Sími, myndavél og staðsetningarbúnaður göngugarpsins John Snorra hefur nú fundist. Þessu greinir félagi Johns Snorra frá á Twitter-síðu sinni. „Staðsetningarbúnaður, Go-pro myndavél og sími Johns Snorra bjargað af K2. Sajid Sadpara mun fara vandlega yfir allt efni tækjabúnaðarins í fyrramálið. Munum við finna sönnun þess að þeir hafi komist á toppinn að vetri til?“ Þetta skrifar kvikmyndagerðarmaðurinn og félagi Johns Snorra, Elia Saikaly, ásamt því að deila myndskeiði af búnaðinum. Undir myndskeiðinu segist hann vonast til þess að finna einhver svör um afdrif göngugarpanna sem fórust á K2 í febrúar síðastliðnum. John Snorri s Inreach, GoPro and mobile phone recovered from K2. Sajid Sadpara will be carefully examining the content of each device this morning.Will we find evidence of a winter summit?#JohnSnorri #AliSadpara #JPMohr #SajidSadpara #K2 #Didtheysummit #K2TheCalling pic.twitter.com/1Rp1yIBPJr— Elia Saikaly (@EliaSaikaly) July 31, 2021 Umræddur Saijid Sadpara er sonur Ali Sadpara sem fórst ásamt þeim John Snorra og Juan Pablo Mohr. Þeir ætluðu að freista þess að verða fyrstu mennirnir til þess að komast á tind K2, næst hæsta fjalls jarðar að vetri til. Pakistönsk yfirvöld töldu þremenningana formlega af þann 18. febrúar síðastliðinn og í síðustu viku bárust fréttir þess efnis að lík þeirra hefðu fundist. Á búnaði þeirra mátti sjá að þeir voru á leið niður og telja leitarmenn það vera staðfestingu á því að þeir hafi náð toppnum en látist á leið sinni niður. Búist er við því að efni tækjabúnaðarins muni geta staðfest það. John Snorri á K2 Pakistan Tengdar fréttir Telja John Snorra hafa náð toppi K2 Leitarmenn sem fundu lík John Snorra Sigurjónssonar og Ali Sadpara fyrir ofan fjórðu búðir á K2 á mánudag telja að þeir félagar hafi náð toppi fjallsins áður en þeir létust. Frá þessu er greint á minningarreikningi Sadpara á Twitter. 28. júlí 2021 09:50 Hafa fundið þriðja líkið á K2 Hópur göngumanna, sem staddur er á K2, hefur fundið þriðja líkið fyrir ofan fjórðu búðir K2 í dag. Samkvæmt frétt Explorers Web eru líkin af John Snorra Sigurjónssyni, Juan Pablo Mohr og Ali Sadpar sem fórust á K2 í febrúar. 26. júlí 2021 14:24 Líkin of hátt uppi til að vera sótt með þyrlum Stefnt er að því að sækja það sem talið er vera lík fjallgöngumannsins John Snorra Sigurjónssonar af K2 við fyrsta tækifæri. Hópurinn sem fann líkið var kominn hærra en nokkur annar hópur hafði komist frá því í febrúar, þegar John Snorri og félagar hans misstu samband og voru í kjölfarið taldir af. 26. júlí 2021 16:13 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
„Staðsetningarbúnaður, Go-pro myndavél og sími Johns Snorra bjargað af K2. Sajid Sadpara mun fara vandlega yfir allt efni tækjabúnaðarins í fyrramálið. Munum við finna sönnun þess að þeir hafi komist á toppinn að vetri til?“ Þetta skrifar kvikmyndagerðarmaðurinn og félagi Johns Snorra, Elia Saikaly, ásamt því að deila myndskeiði af búnaðinum. Undir myndskeiðinu segist hann vonast til þess að finna einhver svör um afdrif göngugarpanna sem fórust á K2 í febrúar síðastliðnum. John Snorri s Inreach, GoPro and mobile phone recovered from K2. Sajid Sadpara will be carefully examining the content of each device this morning.Will we find evidence of a winter summit?#JohnSnorri #AliSadpara #JPMohr #SajidSadpara #K2 #Didtheysummit #K2TheCalling pic.twitter.com/1Rp1yIBPJr— Elia Saikaly (@EliaSaikaly) July 31, 2021 Umræddur Saijid Sadpara er sonur Ali Sadpara sem fórst ásamt þeim John Snorra og Juan Pablo Mohr. Þeir ætluðu að freista þess að verða fyrstu mennirnir til þess að komast á tind K2, næst hæsta fjalls jarðar að vetri til. Pakistönsk yfirvöld töldu þremenningana formlega af þann 18. febrúar síðastliðinn og í síðustu viku bárust fréttir þess efnis að lík þeirra hefðu fundist. Á búnaði þeirra mátti sjá að þeir voru á leið niður og telja leitarmenn það vera staðfestingu á því að þeir hafi náð toppnum en látist á leið sinni niður. Búist er við því að efni tækjabúnaðarins muni geta staðfest það.
John Snorri á K2 Pakistan Tengdar fréttir Telja John Snorra hafa náð toppi K2 Leitarmenn sem fundu lík John Snorra Sigurjónssonar og Ali Sadpara fyrir ofan fjórðu búðir á K2 á mánudag telja að þeir félagar hafi náð toppi fjallsins áður en þeir létust. Frá þessu er greint á minningarreikningi Sadpara á Twitter. 28. júlí 2021 09:50 Hafa fundið þriðja líkið á K2 Hópur göngumanna, sem staddur er á K2, hefur fundið þriðja líkið fyrir ofan fjórðu búðir K2 í dag. Samkvæmt frétt Explorers Web eru líkin af John Snorra Sigurjónssyni, Juan Pablo Mohr og Ali Sadpar sem fórust á K2 í febrúar. 26. júlí 2021 14:24 Líkin of hátt uppi til að vera sótt með þyrlum Stefnt er að því að sækja það sem talið er vera lík fjallgöngumannsins John Snorra Sigurjónssonar af K2 við fyrsta tækifæri. Hópurinn sem fann líkið var kominn hærra en nokkur annar hópur hafði komist frá því í febrúar, þegar John Snorri og félagar hans misstu samband og voru í kjölfarið taldir af. 26. júlí 2021 16:13 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Telja John Snorra hafa náð toppi K2 Leitarmenn sem fundu lík John Snorra Sigurjónssonar og Ali Sadpara fyrir ofan fjórðu búðir á K2 á mánudag telja að þeir félagar hafi náð toppi fjallsins áður en þeir létust. Frá þessu er greint á minningarreikningi Sadpara á Twitter. 28. júlí 2021 09:50
Hafa fundið þriðja líkið á K2 Hópur göngumanna, sem staddur er á K2, hefur fundið þriðja líkið fyrir ofan fjórðu búðir K2 í dag. Samkvæmt frétt Explorers Web eru líkin af John Snorra Sigurjónssyni, Juan Pablo Mohr og Ali Sadpar sem fórust á K2 í febrúar. 26. júlí 2021 14:24
Líkin of hátt uppi til að vera sótt með þyrlum Stefnt er að því að sækja það sem talið er vera lík fjallgöngumannsins John Snorra Sigurjónssonar af K2 við fyrsta tækifæri. Hópurinn sem fann líkið var kominn hærra en nokkur annar hópur hafði komist frá því í febrúar, þegar John Snorri og félagar hans misstu samband og voru í kjölfarið taldir af. 26. júlí 2021 16:13
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent