Fótbolti

Elías Már spilaði í sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Elías Már færði sig um set frá Hollandi til Frakklands í sumar.
Elías Már færði sig um set frá Hollandi til Frakklands í sumar. vísir/getty

Íslenski knattspyrnumaðurinn Elías Már Ómarsson gekk nýverið í raðir franska B-deildarliðsins Nimes og vann sinn fyrsta sigur með félaginu í dag.

Elías Már var í byrjunarliði Nimes sem tók á móti Dijon í 2.umferð frönsku B-deildarinnar í fótbolta. 

Leiknum lauk með 2-1 sigri Nimes en Elías Már lék fyrstu 65 mínútur leiksins. Staðan í leiknum 1-0 fyrir Nimes þegar honum var skipt af velli.

Nimes gerði jafntefli í fyrstu umferðinni og er því með fjögur stig að tveimur leikjum loknum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.