Viðbúið að sumir fari að ljúga til að losna fyrr úr einangrun Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 31. júlí 2021 13:56 Gylfi Þór Þorsteinsson er umsjónarmaður farsóttahúsa Rauða krossins. Vísir/Einar Bólusett fólk í einangrun er margt í vafa um hvort nýjar reglur um styttri einangrunartíma, gildi fyrir það. Það veltur allt á mati lækna Covid-göngudeildarinnar sem hafa tekið símaviðtöl við smitaða einstaklinga og eru með góða yfirsýn yfir það til hverra styttri einangrunartími nær. Eins og Vísir greindi frá í gær ákvað sóttvarnalæknir að breyta reglum um einangrun fyrir þá sem eru bólusettir og geta talist til hraustra einstaklinga. Hafi þeir ekki veikst mikið og verið einkennalausir í allavega þrjá daga geta þeir fengið að losna úr einangruninni eftir 10 daga í stað 14 eins og aðrir. Fréttirnar urðu mörgum í einangrun gleðitíðindi en margir voru þó óvissir um hvort þeir féllu undir þessa skilgreiningu. Í kjölfarið fóru símar Covid-göngudeildarinnar að hringja á fullu og urðu starfsmenn hennar að biðja fólk að bíða rólegt: ef það ætti að losna fyrr fengi það símtal um það frá lækni. Verða að treysta fólki Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttahúsanna, segist hafa fundið fyrir mikilli forvitni meðal gesta um nýju reglurnar, sérstaklega erlendra ferðamanna í einangrun, sem vilja komast aftur til sinna heimalanda. „En það er náttúrulega bara með þau eins og aðra að það er læknir eða Covid-deildin sem metur hvert tilfelli fyrir sig,“ segir Gylfi. „En svo er það náttúrulega þannig að við verðum bara að treysta því að fólk sé ekki eftir þessa breytingu að ljúga til um heilsu sína, sem að gæti verið freistandi fyrir einhverja, en þeir væru þá um leið að setja sjálfa sig og nærumhverfi sitt í aukna hættu og það viljum við auðvitað alls ekki,“ segir hann. Spurður hvort hann hafi miklar áhyggjur af því segir hann: „Nei, við höfum svo sem ekki miklar áhyggjur af því. Við verðum að geta treyst fólki og við gerum það. En auðvitað má alveg búast við að einhverjir geri það.“ Það sé þó eins og með fólk sem finnur fyrir einkennum en fer ekki í sýnatöku: „Það er ekki við allt ráðið.“ Ekki þannig að fólk labbi bara út eftir tíu daga Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, brýnir fyrir fólki í einangrun að það verði að sýna því skilning ef læknar meti það svo að nýju reglurnar nái ekki utan um það: „Það eru áfram reglur þó að fólk geti mögulega stytt tímann sinn, þeir sem eru einkennalausir í þrjá daga og hafa ekki verið mjög lasnir. Þetta snýst ekki um að maður geti bara labbað út heldur verður haft samband við viðkomandi af lækni,“ segir hún í samtali við fréttastofu Vísis. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna.vísir/vilhelm „Þannig að vissulega skilur maður vel að það sé þreytandi þegar maður sér svona fréttir og heldur að þetta hljóti að eiga við um þig og það er er verslunarmannahelgi og svona. En þetta er ekki þannig. Við þurfum áfram að fara eftir því sem að búið er að segja núna í meira en ár. Það eru til reglur og það er ekkert mál að lesa sér til um þær á þessum síðum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í gær ákvað sóttvarnalæknir að breyta reglum um einangrun fyrir þá sem eru bólusettir og geta talist til hraustra einstaklinga. Hafi þeir ekki veikst mikið og verið einkennalausir í allavega þrjá daga geta þeir fengið að losna úr einangruninni eftir 10 daga í stað 14 eins og aðrir. Fréttirnar urðu mörgum í einangrun gleðitíðindi en margir voru þó óvissir um hvort þeir féllu undir þessa skilgreiningu. Í kjölfarið fóru símar Covid-göngudeildarinnar að hringja á fullu og urðu starfsmenn hennar að biðja fólk að bíða rólegt: ef það ætti að losna fyrr fengi það símtal um það frá lækni. Verða að treysta fólki Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttahúsanna, segist hafa fundið fyrir mikilli forvitni meðal gesta um nýju reglurnar, sérstaklega erlendra ferðamanna í einangrun, sem vilja komast aftur til sinna heimalanda. „En það er náttúrulega bara með þau eins og aðra að það er læknir eða Covid-deildin sem metur hvert tilfelli fyrir sig,“ segir Gylfi. „En svo er það náttúrulega þannig að við verðum bara að treysta því að fólk sé ekki eftir þessa breytingu að ljúga til um heilsu sína, sem að gæti verið freistandi fyrir einhverja, en þeir væru þá um leið að setja sjálfa sig og nærumhverfi sitt í aukna hættu og það viljum við auðvitað alls ekki,“ segir hann. Spurður hvort hann hafi miklar áhyggjur af því segir hann: „Nei, við höfum svo sem ekki miklar áhyggjur af því. Við verðum að geta treyst fólki og við gerum það. En auðvitað má alveg búast við að einhverjir geri það.“ Það sé þó eins og með fólk sem finnur fyrir einkennum en fer ekki í sýnatöku: „Það er ekki við allt ráðið.“ Ekki þannig að fólk labbi bara út eftir tíu daga Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, brýnir fyrir fólki í einangrun að það verði að sýna því skilning ef læknar meti það svo að nýju reglurnar nái ekki utan um það: „Það eru áfram reglur þó að fólk geti mögulega stytt tímann sinn, þeir sem eru einkennalausir í þrjá daga og hafa ekki verið mjög lasnir. Þetta snýst ekki um að maður geti bara labbað út heldur verður haft samband við viðkomandi af lækni,“ segir hún í samtali við fréttastofu Vísis. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna.vísir/vilhelm „Þannig að vissulega skilur maður vel að það sé þreytandi þegar maður sér svona fréttir og heldur að þetta hljóti að eiga við um þig og það er er verslunarmannahelgi og svona. En þetta er ekki þannig. Við þurfum áfram að fara eftir því sem að búið er að segja núna í meira en ár. Það eru til reglur og það er ekkert mál að lesa sér til um þær á þessum síðum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR Sjá meira