Erlent

Út­víkka neyðar­ráð­stafanir í Tókýó

Heimir Már Pétursson skrifar
Tókýóbúar ganga fram hjá fréttum um japanska gullhafa á ólympíuleiknum.
Tókýóbúar ganga fram hjá fréttum um japanska gullhafa á ólympíuleiknum. Ap/Koji Sasahara

Stjórnvöld í Japan hafa ákveðið að útvíkka neyðarráðstafanir í Tókýó vegna kórónuveirufaraldursins til nágrannabyggðarlaga vegna mikillar fjölgunar smitaðra að undanförnu.

Þrátt fyrir bann við áfengissölu á matsölustöðum og Karaoke stöðum og kröfum um að fólk vinni sem mest heiman frá sér, hefur tilfellum fjölgað í Tókýó þar sem fólk er orðið þreytt á sóttvarnatakmörkunum og brýtur reglurnar í vaxandi mæli. 

Hertari reglur hafa gilt í Tókýó vegna ólympíuleikanna en frá og með mánudegi munu þær einnig gilda í nálægum héruðum og á Osaka. 

Tilkynnt var um rúmlega 3.800 smitaða í Tokyo á fimmtudag sem er tvöföldun frá því í síðustu viku og búast embættismenn við að þeim fjölgi enn frekar á næstu tveimur vikum. Hertari reglur munu gilda út ágústmánuð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.