Innlent

Þjófur sló starfs­mann og stakk af

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti þó nokkrum útköllum í gær.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti þó nokkrum útköllum í gær. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í gær vegna þjófnaðar í verslun í miðbæ Reykjavíkur. Í dagbók lögreglu segir að þegar starfsmenn verslunarinnar hafi gert tilraun til þess að yfirbuga þjófinn, hafi hann slegið annan starfsmanninn í andlitið. 

Þá segir að starfsmönnum verslunarinnar hafi þó tekist þó að endurheimta þýfið, en þjófurinn hafi komist undan. Málið er nú í rannsókn lögreglu.

Þá voru tveir ungir menn handteknir í Kópavogi í nótt grunaðir um að hafa stolið bifreið. Mennirnir eru einnig sagðir hafa gert tilraun til þess að stela bifhjóli, en eiganda þess hafi tekist að stöðva þá. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu og er málið til rannsóknar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×