Segja mikilvægt að fræða heilbrigðisstarfsfólk um tungu- og varahaft Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júlí 2021 20:00 Kristbjörg Viglín Víkingsdóttir og Ásthildur Guðmundsdóttir. stöð2 Mæður barna sem fæðast með tunguhaft segja mikilvægt að fræða heilbrigðisstarfsfólk um vandann. Þær segja þekkingarleysi ríkja um þessi mál í heilbrigðiskerfinu og gagnrýna úrræðaleysi. Tunguhaft er til staðar þegar himnan sem tengir tunguna við munnbotninn er óeðlilega strekkt og skerðir hreyfigetu tungunnar. Slíkt getur haft neikvæð áhrif á tal, næringu og svefn barna. Brjóstagjöfin erfið Ásthildur eignaðist son í desember og var lengur á spítala en venjan er þar sem strákurinn tók ekki brjóstið. „Ég þurfti að gefa honum með sprautum og nota svona brjóstaskjöld til að gefa honum og svo ældi hann alveg rosalega. Allan daginn alla daga,“ sagði Ásthildur Guðmundsdóttir, móðir. Gekk á milli lækna Ásthildi var sagt að strákurinn væri einfaldlega klaufi að taka brjóst. Hún gekk á milli barnalækna og skurðlækna sem tóku eftir tunguhafti en töldu það ekki eiga að hafa áhrif á barnið. Það var ekki fyrr en hún fór á Tunguhaftsetrið sem henni fannst hlustað á hana. „Og þau kíkja upp í munninn á honum og það tók sirka tíu sekúndur að sjá að hann væri bæði með mikið tunguhaft og varahaft.“ Hún ákvað að láta skera á haftið og segir öll einkenni hafa horfið. „Sama dag þá hætti ég að nota brjóstaskjöldinn. Loksins gat hann tekið brjóstið og hann hætti að æla.“ Fór í tunguhaftsaðgerð á fullorðinsaldri Kristbjörg hefur alla tíð átt erfitt með tal. Hún kúgaðist við það eitt að tannbursta sig og fékk verki þegar hún tuggði. Hún ákvað að láta skera á haftið á fullorðinsaldri og einkennin hurfu. „Talið mitt skánar meira og meira með tímanum. Þó ég sé smámælt, það heyra það allir enda hef ég talað vitlaust í þrjátíu ár. En ég er mikið betri,“ sagði Kristbjörg Viglín Víkingsdóttir, móðir. Kristbjörg segir sömu sögu og Ásthildur. Hún gekk á milli lækna með bæði börn sín þar sem brjóstagjöfin gekk ekki og þau tóku ekki snuð. Hún endaði á því að leita til Tunguhaftssetursins. Kalla eftir umræðu Mæðurnar segja báðar að þekkingarleysi ríki um þessi mál hérlendis og gagnrýna úrræðaleysi. „Allir sem ég hef rætt við voru mjög hissa á þessu að þetta gæti haft svona mikil áhrif,“ sagði Ásthildur. „Þetta hefur svo mikið að segja um lífsgæði, sérstaklega fyrstu mánuði með barni. Hvað þá andlega hlið móðurinnar ef það tekur ekki brjóst. Það er hræðilegt,“ sagði Kristbjörg. „Mér finnst hvergi rætt um þetta í mæðravernd, ungbarnavernd né uppi á spítala. Ég held að það þurfi alveg að opna heilmikið á þessa umræðu,“ sagði Ásthildur. Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Tunguhaft getur haft áhrif á brjóstagjöf, hvernig þau borða mat og tal í framtíðinni“ Andrea Eyland gagnrýnir að ekki sé fast verklag þegar kemur að vara- og tunguhafti ungbarna. 24. september 2019 14:15 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Tunguhaft er til staðar þegar himnan sem tengir tunguna við munnbotninn er óeðlilega strekkt og skerðir hreyfigetu tungunnar. Slíkt getur haft neikvæð áhrif á tal, næringu og svefn barna. Brjóstagjöfin erfið Ásthildur eignaðist son í desember og var lengur á spítala en venjan er þar sem strákurinn tók ekki brjóstið. „Ég þurfti að gefa honum með sprautum og nota svona brjóstaskjöld til að gefa honum og svo ældi hann alveg rosalega. Allan daginn alla daga,“ sagði Ásthildur Guðmundsdóttir, móðir. Gekk á milli lækna Ásthildi var sagt að strákurinn væri einfaldlega klaufi að taka brjóst. Hún gekk á milli barnalækna og skurðlækna sem tóku eftir tunguhafti en töldu það ekki eiga að hafa áhrif á barnið. Það var ekki fyrr en hún fór á Tunguhaftsetrið sem henni fannst hlustað á hana. „Og þau kíkja upp í munninn á honum og það tók sirka tíu sekúndur að sjá að hann væri bæði með mikið tunguhaft og varahaft.“ Hún ákvað að láta skera á haftið og segir öll einkenni hafa horfið. „Sama dag þá hætti ég að nota brjóstaskjöldinn. Loksins gat hann tekið brjóstið og hann hætti að æla.“ Fór í tunguhaftsaðgerð á fullorðinsaldri Kristbjörg hefur alla tíð átt erfitt með tal. Hún kúgaðist við það eitt að tannbursta sig og fékk verki þegar hún tuggði. Hún ákvað að láta skera á haftið á fullorðinsaldri og einkennin hurfu. „Talið mitt skánar meira og meira með tímanum. Þó ég sé smámælt, það heyra það allir enda hef ég talað vitlaust í þrjátíu ár. En ég er mikið betri,“ sagði Kristbjörg Viglín Víkingsdóttir, móðir. Kristbjörg segir sömu sögu og Ásthildur. Hún gekk á milli lækna með bæði börn sín þar sem brjóstagjöfin gekk ekki og þau tóku ekki snuð. Hún endaði á því að leita til Tunguhaftssetursins. Kalla eftir umræðu Mæðurnar segja báðar að þekkingarleysi ríki um þessi mál hérlendis og gagnrýna úrræðaleysi. „Allir sem ég hef rætt við voru mjög hissa á þessu að þetta gæti haft svona mikil áhrif,“ sagði Ásthildur. „Þetta hefur svo mikið að segja um lífsgæði, sérstaklega fyrstu mánuði með barni. Hvað þá andlega hlið móðurinnar ef það tekur ekki brjóst. Það er hræðilegt,“ sagði Kristbjörg. „Mér finnst hvergi rætt um þetta í mæðravernd, ungbarnavernd né uppi á spítala. Ég held að það þurfi alveg að opna heilmikið á þessa umræðu,“ sagði Ásthildur.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Tunguhaft getur haft áhrif á brjóstagjöf, hvernig þau borða mat og tal í framtíðinni“ Andrea Eyland gagnrýnir að ekki sé fast verklag þegar kemur að vara- og tunguhafti ungbarna. 24. september 2019 14:15 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
„Tunguhaft getur haft áhrif á brjóstagjöf, hvernig þau borða mat og tal í framtíðinni“ Andrea Eyland gagnrýnir að ekki sé fast verklag þegar kemur að vara- og tunguhafti ungbarna. 24. september 2019 14:15