Segja mikilvægt að fræða heilbrigðisstarfsfólk um tungu- og varahaft Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júlí 2021 20:00 Kristbjörg Viglín Víkingsdóttir og Ásthildur Guðmundsdóttir. stöð2 Mæður barna sem fæðast með tunguhaft segja mikilvægt að fræða heilbrigðisstarfsfólk um vandann. Þær segja þekkingarleysi ríkja um þessi mál í heilbrigðiskerfinu og gagnrýna úrræðaleysi. Tunguhaft er til staðar þegar himnan sem tengir tunguna við munnbotninn er óeðlilega strekkt og skerðir hreyfigetu tungunnar. Slíkt getur haft neikvæð áhrif á tal, næringu og svefn barna. Brjóstagjöfin erfið Ásthildur eignaðist son í desember og var lengur á spítala en venjan er þar sem strákurinn tók ekki brjóstið. „Ég þurfti að gefa honum með sprautum og nota svona brjóstaskjöld til að gefa honum og svo ældi hann alveg rosalega. Allan daginn alla daga,“ sagði Ásthildur Guðmundsdóttir, móðir. Gekk á milli lækna Ásthildi var sagt að strákurinn væri einfaldlega klaufi að taka brjóst. Hún gekk á milli barnalækna og skurðlækna sem tóku eftir tunguhafti en töldu það ekki eiga að hafa áhrif á barnið. Það var ekki fyrr en hún fór á Tunguhaftsetrið sem henni fannst hlustað á hana. „Og þau kíkja upp í munninn á honum og það tók sirka tíu sekúndur að sjá að hann væri bæði með mikið tunguhaft og varahaft.“ Hún ákvað að láta skera á haftið og segir öll einkenni hafa horfið. „Sama dag þá hætti ég að nota brjóstaskjöldinn. Loksins gat hann tekið brjóstið og hann hætti að æla.“ Fór í tunguhaftsaðgerð á fullorðinsaldri Kristbjörg hefur alla tíð átt erfitt með tal. Hún kúgaðist við það eitt að tannbursta sig og fékk verki þegar hún tuggði. Hún ákvað að láta skera á haftið á fullorðinsaldri og einkennin hurfu. „Talið mitt skánar meira og meira með tímanum. Þó ég sé smámælt, það heyra það allir enda hef ég talað vitlaust í þrjátíu ár. En ég er mikið betri,“ sagði Kristbjörg Viglín Víkingsdóttir, móðir. Kristbjörg segir sömu sögu og Ásthildur. Hún gekk á milli lækna með bæði börn sín þar sem brjóstagjöfin gekk ekki og þau tóku ekki snuð. Hún endaði á því að leita til Tunguhaftssetursins. Kalla eftir umræðu Mæðurnar segja báðar að þekkingarleysi ríki um þessi mál hérlendis og gagnrýna úrræðaleysi. „Allir sem ég hef rætt við voru mjög hissa á þessu að þetta gæti haft svona mikil áhrif,“ sagði Ásthildur. „Þetta hefur svo mikið að segja um lífsgæði, sérstaklega fyrstu mánuði með barni. Hvað þá andlega hlið móðurinnar ef það tekur ekki brjóst. Það er hræðilegt,“ sagði Kristbjörg. „Mér finnst hvergi rætt um þetta í mæðravernd, ungbarnavernd né uppi á spítala. Ég held að það þurfi alveg að opna heilmikið á þessa umræðu,“ sagði Ásthildur. Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Tunguhaft getur haft áhrif á brjóstagjöf, hvernig þau borða mat og tal í framtíðinni“ Andrea Eyland gagnrýnir að ekki sé fast verklag þegar kemur að vara- og tunguhafti ungbarna. 24. september 2019 14:15 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira
Tunguhaft er til staðar þegar himnan sem tengir tunguna við munnbotninn er óeðlilega strekkt og skerðir hreyfigetu tungunnar. Slíkt getur haft neikvæð áhrif á tal, næringu og svefn barna. Brjóstagjöfin erfið Ásthildur eignaðist son í desember og var lengur á spítala en venjan er þar sem strákurinn tók ekki brjóstið. „Ég þurfti að gefa honum með sprautum og nota svona brjóstaskjöld til að gefa honum og svo ældi hann alveg rosalega. Allan daginn alla daga,“ sagði Ásthildur Guðmundsdóttir, móðir. Gekk á milli lækna Ásthildi var sagt að strákurinn væri einfaldlega klaufi að taka brjóst. Hún gekk á milli barnalækna og skurðlækna sem tóku eftir tunguhafti en töldu það ekki eiga að hafa áhrif á barnið. Það var ekki fyrr en hún fór á Tunguhaftsetrið sem henni fannst hlustað á hana. „Og þau kíkja upp í munninn á honum og það tók sirka tíu sekúndur að sjá að hann væri bæði með mikið tunguhaft og varahaft.“ Hún ákvað að láta skera á haftið og segir öll einkenni hafa horfið. „Sama dag þá hætti ég að nota brjóstaskjöldinn. Loksins gat hann tekið brjóstið og hann hætti að æla.“ Fór í tunguhaftsaðgerð á fullorðinsaldri Kristbjörg hefur alla tíð átt erfitt með tal. Hún kúgaðist við það eitt að tannbursta sig og fékk verki þegar hún tuggði. Hún ákvað að láta skera á haftið á fullorðinsaldri og einkennin hurfu. „Talið mitt skánar meira og meira með tímanum. Þó ég sé smámælt, það heyra það allir enda hef ég talað vitlaust í þrjátíu ár. En ég er mikið betri,“ sagði Kristbjörg Viglín Víkingsdóttir, móðir. Kristbjörg segir sömu sögu og Ásthildur. Hún gekk á milli lækna með bæði börn sín þar sem brjóstagjöfin gekk ekki og þau tóku ekki snuð. Hún endaði á því að leita til Tunguhaftssetursins. Kalla eftir umræðu Mæðurnar segja báðar að þekkingarleysi ríki um þessi mál hérlendis og gagnrýna úrræðaleysi. „Allir sem ég hef rætt við voru mjög hissa á þessu að þetta gæti haft svona mikil áhrif,“ sagði Ásthildur. „Þetta hefur svo mikið að segja um lífsgæði, sérstaklega fyrstu mánuði með barni. Hvað þá andlega hlið móðurinnar ef það tekur ekki brjóst. Það er hræðilegt,“ sagði Kristbjörg. „Mér finnst hvergi rætt um þetta í mæðravernd, ungbarnavernd né uppi á spítala. Ég held að það þurfi alveg að opna heilmikið á þessa umræðu,“ sagði Ásthildur.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Tunguhaft getur haft áhrif á brjóstagjöf, hvernig þau borða mat og tal í framtíðinni“ Andrea Eyland gagnrýnir að ekki sé fast verklag þegar kemur að vara- og tunguhafti ungbarna. 24. september 2019 14:15 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira
„Tunguhaft getur haft áhrif á brjóstagjöf, hvernig þau borða mat og tal í framtíðinni“ Andrea Eyland gagnrýnir að ekki sé fast verklag þegar kemur að vara- og tunguhafti ungbarna. 24. september 2019 14:15