West Ham fær heimsmeistara í markið Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2021 18:30 Areola mun veita Lukasz Fabianski samkeppni á komandi leiktíð. John Walton/PA Images via Getty Images Lundúnafélagið West Ham United hefur gengið frá lánssamningi við franska markvörðinn Alphonse Areola frá Paris Saint-Germain í Frakklandi. Hann mun leika með liðinu á komandi leiktíð. Areola þekkir til í bresku höfuðborginni eftir að hafa varið mark Fulham á síðustu leiktíð, þá einnig á láni frá PSG. Hann lék 36 leiki fyrir þá hvítklæddu en gat ekki komið í veg fyrir fall þeirra úr ensku úrvalsdeildinni. Hann fær nú annað tækifæri til að sanna sig og mun veita Pólverjanum Lukasz Fabianski samkeppni um markmannsstöðuna hjá West Ham. Fabianski er 36 ára gamall og hefur leikið 98 deildarleiki fyrir liðið frá því að hann samdi við West Ham sumarið 2018. Areola hefur verið á mála hjá Paris Saint-Germain frá barnsaldri en hefur átt í vandræðum með að festa sig þar í sessi. Hann hefur leikið 75 leiki fyrir félagið, flesta milli 2017 og 2019. Síðan þá hefur hann verið á láni hjá Real Madrid leiktíðina 2019-20 og hjá Fulham í fyrra. Þá hefur hann einnig leikið eina leiktíð á láni hjá Villarreal á Spáni og með Lens og Bastia í heimalandinu. Ekki er pláss fyrir hann í hópi PSG sem samdi nýverið við Evrópumeistarann Gianluigi Donnarumma sem rann út á samningi hjá AC Milan. Keylor Navas og Sergio Rico eru einnig á mála hjá félaginu. Areola hefur leikið þrjá landsleiki fyrir Frakkland og var hluti af hópnum sem vann HM í Rússlandi sumarið 2018. Hann var hins vegar ekki í landsliðshópnum sem fór á EM í sumar. West Ham átti glimrandi tímabil í fyrra undir stjórn Skotans David Moyes er liðið hafnaði í 6. sæti deildarinnar og mun það leika í Evrópudeildinni á komandi leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira
Areola þekkir til í bresku höfuðborginni eftir að hafa varið mark Fulham á síðustu leiktíð, þá einnig á láni frá PSG. Hann lék 36 leiki fyrir þá hvítklæddu en gat ekki komið í veg fyrir fall þeirra úr ensku úrvalsdeildinni. Hann fær nú annað tækifæri til að sanna sig og mun veita Pólverjanum Lukasz Fabianski samkeppni um markmannsstöðuna hjá West Ham. Fabianski er 36 ára gamall og hefur leikið 98 deildarleiki fyrir liðið frá því að hann samdi við West Ham sumarið 2018. Areola hefur verið á mála hjá Paris Saint-Germain frá barnsaldri en hefur átt í vandræðum með að festa sig þar í sessi. Hann hefur leikið 75 leiki fyrir félagið, flesta milli 2017 og 2019. Síðan þá hefur hann verið á láni hjá Real Madrid leiktíðina 2019-20 og hjá Fulham í fyrra. Þá hefur hann einnig leikið eina leiktíð á láni hjá Villarreal á Spáni og með Lens og Bastia í heimalandinu. Ekki er pláss fyrir hann í hópi PSG sem samdi nýverið við Evrópumeistarann Gianluigi Donnarumma sem rann út á samningi hjá AC Milan. Keylor Navas og Sergio Rico eru einnig á mála hjá félaginu. Areola hefur leikið þrjá landsleiki fyrir Frakkland og var hluti af hópnum sem vann HM í Rússlandi sumarið 2018. Hann var hins vegar ekki í landsliðshópnum sem fór á EM í sumar. West Ham átti glimrandi tímabil í fyrra undir stjórn Skotans David Moyes er liðið hafnaði í 6. sæti deildarinnar og mun það leika í Evrópudeildinni á komandi leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira