Innlent

Þröngt á ­­deildinni eins og annars staðar á spítalanum

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Vigdís Hallgrímsdóttir, forstöðumaður Krabbameinsþjónustu Landspítala.
Vigdís Hallgrímsdóttir, forstöðumaður Krabbameinsþjónustu Landspítala. Skjáskot/Stöð 2

Blóð- og krabba­meins­lækninga­deild Land­spítalans við Hring­braut hefur verið lokað tíma­bundið fyrir inn­lögnum á meðan allir sjúk­lingar og starfs­fólk deildarinnar bíða eftir niður­stöðum skimunar. Þrír hafa greinst smitaðir á deildinni, einn sjúk­lingur og tveir starfs­menn.

Spurð hvort hún sé bjart­sýn á að tekist hafi að koma í veg fyrir að veiran dreifði sér frekar á deildinni og til annarra sjúk­linga segir Vig­dís Hall­gríms­dóttir, for­stöðu­maður krabba­meins­þjónustu Land­spítalans:

„Við getum náttúru­lega ekkert sagt til um það. En já, já, við verðum að vera bjart­sýn. Hér hafa allir verið í þessum við­eig­andi búnaði, með grímur og hanska og svona á meðan þeir sinna sjúk­lingum.“

Gæti hafa komið smitaður á deildina

Hópurinn sem liggur inni á deildinni er eðli­lega afar við­kvæmur: „Krabba­meinsveikir eru náttúru­lega í á­hættu­hópi, sér­stak­lega ef þeir eru á ó­næmis­bælandi lyfjum,“ segir Vig­dís.

En er hér annað Landa­kots­smit í upp­siglingu? Eða hvernig eru að­stæður á deildinni?

„Þetta er auð­vitað dæmi­gert Land­spítala­hús­næði og auð­vitað er þröngt hér á deildinni eins og annars staðar. En eins og ég segi þá hafa allir hér fylgt við­eig­andi smit­vörnum og starfs­fólkið hefur verið í hlífðar­búnaði í öllum sam­skiptum við sjúk­linga.“

Á­kveðið var að skima alla sjúk­linga deildarinnar fyrir veirunni í morgun og 70 starfs­menn, eða alla þá sem hafa verið í vinnu frá því að smitin komu upp. Niður­stöður úr þeim sýna­tökum liggja enn ekki fyrir. Á meðan þeirra er beðið var á­kveðið að loka deildinni fyrir inn­lögnum.

„Okkur þykir lík­legt að þessi þrjú smit á deildinni séu ó­tengd,“ segir Vig­dís. Spurð hvers vegna segir hún að lítill sem enginn sam­gangur hafi verið milli starfs­mannanna tveggja og sjúk­lingsins og að tíma­setningar smitanna bendi í þá átt. Sjúk­lingurinn sem greindist í gær var lagður inn á deildina á mánu­dag og gæti því mjög vel hafa smitast utan deildarinnar áður en hann var lagður inn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×