Rúv greinir frá því að konan hafi mætt ásamt annari konu um svipað leyti og fyrsti bólusetningarhópurinn mætti, en bólusetningar óléttra kvenna hófust klukkan níu í morgun.
Á myndskeiði sem náðist af atvikinu sést konan öskra og veitast að heilbrigðisstarfsfólki.
„Óléttar konur eru að fara í sprautu og drepast! Þetta er eitur í þessum sprautum og þið eruð að fara drepa börn í móðurkviði! Þetta er bara lygi, það er verið að ljúga að ykkur,“ öskrar konan.
Þá sést heilbrigðisstarfsfólk reyna að róa konuna niður og vísa henni í burtu.
„Komdu ekki við mig, komdu ekki nálægt mér!“ öskrar konan þá.
Lögregla var kölluð til og á myndskeiðinu má sjá tvær lögreglukonur ræða við konuna sem þá virðist töluvert rólegri. Þegar lögreglukonurnar leiða konuna í burtu, inn í bifreið lögreglu virðist konan hins vegar missa stjórn á sér aftur og spyr í sífellu hvers vegna sé verið að taka hana fasta.
Rúv greinir frá því að barnshafandi konum á staðnum hafi verið talsvert brugðið og að sumar hafi grátið.
Söngkonan Salka Sól er ein af þeim konum sem voru í röðinni og greinir hún frá atvikinu á Twitter.
Hér er verið að bólusetja óléttar konur og það voru bara mótmæli fyrir utan og öskrað að það væri verið að drepa okkur með bólusetningu. Wtfuuuuuu
— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) July 29, 2021