Innlent

Kona hand­tekin við bólu­setninga­röð: „Það er eitur í þessum sprautum!“

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Á myndskeiði á vef Rúv sést konan láta öllum illum látum.
Á myndskeiði á vef Rúv sést konan láta öllum illum látum. Skjáskot úr myndskeiði

Kona var handtekin fyrir utan bólusetningaröðina á Suðurlandsbraut nú í morgun. Konan mótmælti og lét illum látum þar sem óléttar konur stóðu í röð og biðu eftir bólusetningu.

Rúv greinir frá því að konan hafi mætt ásamt annari konu um svipað leyti og fyrsti bólusetningarhópurinn mætti, en bólusetningar óléttra kvenna hófust klukkan níu í morgun.

Á myndskeiði sem náðist af atvikinu sést konan öskra og veitast að heilbrigðisstarfsfólki.

„Óléttar konur eru að fara í sprautu og drepast! Þetta er eitur í þessum sprautum og þið eruð að fara drepa börn í móðurkviði! Þetta er bara lygi, það er verið að ljúga að ykkur,“ öskrar konan.

Þá sést heilbrigðisstarfsfólk reyna að róa konuna niður og vísa henni í burtu.

„Komdu ekki við mig, komdu ekki nálægt mér!“ öskrar konan þá.

Lögregla var kölluð til og á myndskeiðinu má sjá tvær lögreglukonur ræða við konuna sem þá virðist töluvert rólegri. Þegar lögreglukonurnar leiða konuna í burtu, inn í bifreið lögreglu virðist konan hins vegar missa stjórn á sér aftur og spyr í sífellu hvers vegna sé verið að taka hana fasta.

Rúv greinir frá því að barnshafandi konum á staðnum hafi verið talsvert brugðið og að sumar hafi grátið.

Söngkonan Salka Sól er ein af þeim konum sem voru í röðinni og greinir hún frá atvikinu á Twitter.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×