Fótbolti

Sjáðu glæsilegt aukaspyrnumark Rúnars Más

Valur Páll Eiríksson skrifar
Rúnar Már var allt í öllu hjá Cluj í kvöld.
Rúnar Már var allt í öllu hjá Cluj í kvöld. Flaviu Buboi/NurPhoto via Getty Images

Rúnar Már Sigurjónsson skoraði stórglæsilegt mark í 2-0 sigri Cluj á Lincoln Red Imps frá Gíbraltar í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Rúnar Már lagði upp fyrra mark Cluj fyrir framherjann Mike Cestor á 18. mínútu áður en hann innsiglaði sigur rúmenska liðsins með frábæru skoti úr aukaspyrnu sem söng í netinu.

Rúnar var að skora sitt annað mark í forkeppninni í sumar en hann skoraði einnig gegn bosníska liðinu Borac Banja Luka frá Bosníu í umferðinni á undan.

Cluj vann einvígið við Lincoln samanlagt 4-1 og mætir Young Boys frá Sviss í næstu umferð forkeppninnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.